Þingvallavatn – þemahefti Náttúrufræðingsins

Á dögunum kom út þemahefti Náttúrufræðingsins, tileinkað Pétri M. Jónassyni, þar sem umfjöllunarefnið er Þingvallavatn. Heftið er nokkuð að vöxtum enda inniheldur það 12 greinar þar sem fjallað er um vatnið og umhverfi þess frá ýmsum hliðum.
þingv.v.jpg
Hauststilla á Þingvallavatni. Mynd: Náttúrufræðistofa Kópavogs
Meðal umfjöllunarefna eru efnafræði vatnsins og ýmsir þættir í hinu sérstaka vatnalífríki Þingvallasvæðisins. Þá er fjallað um álagsþætti og áhrif mannsins, að ógleymdri yfirlitsgrein um lífshlaup og feril Péturs M. Jónassonar.
Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs stendur að tveimur greinum í heftinu. Annarsvegar er fjallað um vöktun svifdýra í Þingvallavatni, sem staðið hefur frá árinu 2007, og hinsvegar um vatnshita Þingvallavatns og þróun hans í tíma og rúmi.
Óhætt er að segja að mikill fengur sé að þessu þemahefti, enda ekki á hverjum degi að dregnar eru saman niðurstöður svo fjölbreytilegra rannsókna á jafn sérstöku vistkerfi og finna má í Þingvallavatni og nágrenni þess.
harður botn.jpg
Hraunbotn í Þingvallavatni. Mynd: Þorvaldur Hafberg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
nóv

04
des

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner