Samkomutakmarkanir

Gildandi takmarkanir vegna Covid-19

Allir gestir þurfa að sótthreinsa hendur við komu í húsið.

Fjöldi gesta í húsnæði Bókasafns og Náttúrufræðistofu er alla jafna takmarkaður við 40 manns á hverjum tíma.

Tveggja metra reglan gildir.

Af þessum sökum, er nauðsynlegt að hópar sem hyggjast heimsækja Náttúrufræðistofu eða Bókasafn, panti tíma, helst með tölvupósti.

Ef spuningar vakna, hvetjum við fólk til að senda fyrirspurnir með tölvupósti á natkop@natkop.is

18. maí 2020

Alþjóðlegi safnadagurinn

Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag, 18. maí, og í ár er yfirskrift dagsins "Söfn fyrir jafnrétti: Fjölbreytni og þátttaka allra".

08. maí 2020

Hvernig er best að vakta kransþörunga?

Tjarnanál er stórvaxinn kransþörungur sem lifir í vötnum víða um land, gjarna nokkuð neðan fjörumarka. Í Þingvallavatni er tjarnanálin algeng um allt vatn á 5–20 m dýpi og myndar stundum miklar breiður sem geta verið um metri á hæð. Þessar breiður mynda svo búsvæði fyrir fjölda annarra lífvera.

07. maí 2020

Margæsir og hjólað í vinnuna

Vorboðar eru margskonar og það er afar persónubundið hvað fólki finnst marka sumarkomuna. Er það lóan, krían, margæsin eða hið árlega heilsuátak „Hjólað i vinnuna“ ???