Aðgerðir vegna Covid-19

Upplýsingar til safngesta

Grímunotkun er nú valkvæð og fjöldatakmarkanir eru fallnar úr gildi.

Miðað er við að gestir haldi a.m.k. 1 m. fjarlægð sín í milli og sótthreinsi hendur við komu í húsið.

Fólk sem finnur fyrir slappleika eða flensueinkennum er hvatt til að halda sig heima.

Ef spuningar vakna, hvetjum við fólk til að senda fyrirspurnir með tölvupósti á natkop@natkop.is

26. apríl 2021

Náttúrufræðstofa hlýtur 12 milljóna kr. styrk

Allt frá árinu 2015 hefur Náttúrufræðistofa Kópavogs unnið að endurnýjun á grunnsýningum Náttúrufræðistofunnar. Safnasjóður hefur styrkt flestar þær framkvæmdir sem nú þegar hafa átt sér stað og veitir nú Náttúrufræðistofu öndvegisstyrk upp á tæpar 12 milljónir kr. Sá styrkur mun fjármagna lokahnykkinn í framkvæmdunum, sem er jafnframt dýrasti þátturinn.

24. mars 2021

Leggjum línurnar hlýtur styrk

Verkefni Náttúrufræðistofunnar Leggjum línurnar hefur hlotið styrk úr Loftslagssjóði Rannís. Verkefnið er hannað fyrir 10. bekk grunnskóla og snýst í stuttu máli um að efla vitund ungmenna um loftslagsmál í víðu samhengi með samblandi af fræðslu og verklegum úrlausnarefnum þar sem unnið verður með raunveruleg gögn á stórum og smáum skala.

15. mars 2021

Vetrarleikur

Það er kannski dæmi um hve sérstök veðráttan hefur verið þennan vetur að lungann úr hörðustu vetrarmánuðum, febrúar og mars, hefur verið í gangi ratleikurinn LÍFLJÓMUN.  Leikurinn byggir á að finna faldar vísbendingar á útisvæðinu við menningarhúsin og nýta þær til að finna lausnarorð sem falið er í upplýsingaskiltum í gluggum Náttúrufræðistofunnar.