Sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19

Opnum á ný 18. nóvember

Náttúrufræðistofa Kópavogs er opin alla virka daga kl. 10 til 16.

Athugið að grímuskylda er á safninu og fjöldatakmörkun í samræmi við fyrirmæli yfirvalda.

Einstaklingar með hita, hósta, kvef og/eða önnur flensueinkenni skulu halda sig heima.

Erindum sem berast Náttúrufræðistofu í tölvupósti verður svarað eins fljótt og kostur er.

Jóladagatal Menningarhúsanna í Kópavogi

ÓVÆNTUR GLAÐNINGUR Í HVERJUM GLUGGA

Sparilegir aðventugjörningar, jólalög frá ýmsum heimshornum, ljóð, sögur og hugmyndir að skapandi samverustundum eru á meðal þess sem finna má í jóladagatali Menningarhúsanna í Kópavogi.

Fyrsti glugginn opnast 1. desember og svo taka við óvæntir glaðningar á hverjum degi allt til 24. desember.

Teljum saman niður til jóla.

05. október 2020

Haustfetar

Á þessum árstíma verður gjarna vart við fiðrildi sem liggja hreyfingarlaus á húsveggjum tímunum saman. Þetta eru haustfetar.

22. júní 2020

Þingvallavatn – þemahefti Náttúrufræðingsins

Á dögunum kom út þemahefti Náttúrufræðingsins, tileinkað Pétri M. Jónassyni, þar sem umfjöllunarefnið er Þingvallavatn. Heftið er nokkuð að vöxtum enda inniheldur það 12 greinar þar sem fjallað er um vatnið og umhverfi þess frá ýmsum hliðum.

28. maí 2020

Vatnalífríki Reykjavíkurtjarnar

Staða Reykjavíkurtjarnar hefur verið nokkuð til umræðu á undanförnum vikum, þá aðallega í tengslum við fuglalíf og vatnsbúskap. Á undanförnum árum hafa orðið verulegar breytingar á ásýnd Tjarnarinnar sem skapast af því að vatnagróður hefur náð sér á strik, en í rannsókn sem gerð var árið 2007 fannst lítill sem enginn gróður í Tjörninni. Gróðurframvindan hefur því orðið á fremur stuttum tíma og nú er Tjörnin nánast algróin vatnaplöntum.