Samkomutakmarkanir vegna COVID-19

Tilmæli til safngesta

Náttúrufræðistofan er opin mánudaga - fimmtudaga milli kl. 8:00 og18:00. Föstudaga og laugardaga er opið milli kl. 11:00 og 17:00. Lokað er á sunnudögum.

Tveggja metra reglan gildir. Gestir skulu bera andlitsgrímu og sótthreinsa hendur við komu í húsið.

Nauðsynlegt er að hópar sem hyggjast heimsækja Náttúrufræðistofuna panti tíma, helst með tölvupósti.

Ef spuningar vakna, hvetjum við fólk til að senda fyrirspurnir með tölvupósti á natkop@natkop.is

05. október 2020

Haustfetar

Á þessum árstíma verður gjarna vart við fiðrildi sem liggja hreyfingarlaus á húsveggjum tímunum saman. Þetta eru haustfetar.

22. júní 2020

Þingvallavatn – þemahefti Náttúrufræðingsins

Á dögunum kom út þemahefti Náttúrufræðingsins, tileinkað Pétri M. Jónassyni, þar sem umfjöllunarefnið er Þingvallavatn. Heftið er nokkuð að vöxtum enda inniheldur það 12 greinar þar sem fjallað er um vatnið og umhverfi þess frá ýmsum hliðum.

28. maí 2020

Vatnalífríki Reykjavíkurtjarnar

Staða Reykjavíkurtjarnar hefur verið nokkuð til umræðu á undanförnum vikum, þá aðallega í tengslum við fuglalíf og vatnsbúskap. Á undanförnum árum hafa orðið verulegar breytingar á ásýnd Tjarnarinnar sem skapast af því að vatnagróður hefur náð sér á strik, en í rannsókn sem gerð var árið 2007 fannst lítill sem enginn gróður í Tjörninni. Gróðurframvindan hefur því orðið á fremur stuttum tíma og nú er Tjörnin nánast algróin vatnaplöntum.