Fyrstu mánuði ársins stóð Náttúrufræðistofa Kópavogs fyrir erindaröð um líffræðilega fjölbreytni. Um var að ræða hádegisfyrirlestra undir hatti hins fasta liðar "Menning á miðvikudögum".
Út er komin skýrsla um lífríki Varmár í Mosfellsbæ sem unnin var fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis. Rannsóknin beindist að botnlífríki árinnar og var sjónum m.a. beint að árkafla þar sem sem fáeinum mánuðum áður hafði orðið umhverfisslys.
Verkefni Náttúrufræðistofu Kópavogs "Leggjum línurnar: menntaverkefni á vef" hefur hlotið styrk úr Loftslagssjóði Rannís. Verkefnið er framhald verkefnisins "Leggjum línurnar" sem keyrt var síðasta vetur og þykir, þrátt fyrir margvíslegar áskoranir, hafa tekist afar vel. Nú er ætlunin að þróa verkefnið áfram og gera aðgengilegt gegn um vefinn.
Nú þegar vorar má búast við að fólk verði í meira mæli vart við dýr, og þá trúlega aðallega fugla, sem hafa orðið fyrir skakkaföllum eða gefið upp öndina á víðavangi. Þar sem fuglaflensa hefur nýlega verið staðfest í nokkrum tegundum fugla, ber að varast að snerta dauða fugla með berum höndum. Við tökum fúslega við ábendingum um dauða fugla og dýr í vanda og komum í réttan farveg.