Aðgerðir vegna Covid-19

Opið frá kl. 11 til 17

Náttúrufræðistofan er nú opin virka daga og laugardaga frá kl. 11 til 17.

Fjöldatakmarkanir miðast við tíu manns í hverju hólfi, grímuskyldu og tveggja metra fjarlægðartakmörk.

Öllum viðburðum hefur verið frestað til 15. apríl.

Ef spuningar vakna, hvetjum við fólk til að senda fyrirspurnir með tölvupósti á natkop@natkop.is

24. mars 2021

Leggjum línurnar hlýtur styrk

Verkefni Náttúrufræðistofunnar Leggjum línurnar hefur hlotið styrk úr Loftslagssjóði Rannís. Verkefnið er hannað fyrir 10. bekk grunnskóla og snýst í stuttu máli um að efla vitund ungmenna um loftslagsmál í víðu samhengi með samblandi af fræðslu og verklegum úrlausnarefnum þar sem unnið verður með raunveruleg gögn á stórum og smáum skala.

15. mars 2021

Vetrarleikur

Það er kannski dæmi um hve sérstök veðráttan hefur verið þennan vetur að lungann úr hörðustu vetrarmánuðum, febrúar og mars, hefur verið í gangi ratleikurinn LÍFLJÓMUN.  Leikurinn byggir á að finna faldar vísbendingar á útisvæðinu við menningarhúsin og nýta þær til að finna lausnarorð sem falið er í upplýsingaskiltum í gluggum Náttúrufræðistofunnar.

05. október 2020

Haustfetar

Á þessum árstíma verður gjarna vart við fiðrildi sem liggja hreyfingarlaus á húsveggjum tímunum saman. Þetta eru haustfetar.