14. janúar 2020

Endurbætur í sýningarsal

Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar og endurbætur í sýningarsal Náttúrufræðistofunnar og er hann lokaður af þeim sökum fram undir mánaðarmótin janúar/febrúar.

Sýningarsalurinn opnaði vorið 2002 og hefur staðið nær óbreyttur síðan. Á þessum tíma hafa hins vegar orðið gríðarlegar breytingar, bæði hvað varðar upplýsingamiðlun og framsetningu, en ekki síður í praktískum atriðum á borð við lýsingu. En hvaða máli skiptir lýsing?

23. nóvember 2019

30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Miðvikudaginn 20. nóvember var haldið upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi. Á Náttúrufræðistofu Kópavogs opnuðu börn úr 8. bekk í Kópavogi sýninguna Pláneta A ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs, Andra Snæ Magnasyni rithöfundi og Sævari Helga Bragasyni, Stjörnu-Sævari.

16. október 2019

Líffræðiráðstefnan 2019

Fimmtudaginn 17. október hefst níunda ráðstefna Líffræðifélags Íslands. Náttúrufræðistofa Kópavogs er þátttakandi og einn af styrktaraðilum ráðstefnunnar, sem er stórviðburður í íslensku vísindastarfi, enda sækir hana meirihluti þeirra sem starfa að rannsóknum í lífvísindum hér á landi.

Að þessu sinni stendur ráðstefnan í þrjá daga og verða keyrðar samhliða málstofur alla dagana en á milli er dagskráin brotin upp með öndvegisfyrirlestrum og öðrum viðburðum.