Erindaröð um líffræðilega fjölbreytni

Fjölbreytileiki íslensks lífríkis

Fyrir nokkru stóð Náttúrufræðistofa Kópavogs fyrir erindaröð um líffræðilega fjölbreytni. Um var að ræða hádegisfyrirlestra undir hatti hins fasta liðar "Menning á miðvikudögum".

02. ágúst 2022

Mállýskur skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu

Komið hefur í ljós að skógarþrestir hafa svæðisbundnar mállýskur og syngja þannig mismunandi lög á mismunandi svæðum. Hægt er að heyra um 20 mismunandi mállýskur skógarþrasta víðsvegar á Höfuðborgarsvæðinu. Skógarþrestirnir hafa þannig sín eigin hverfi og póstnúmer í borginni með einkennandi söng í hverju hverfi. Inni í borginni okkar er því að finna aðra borg; ósýnilega stórborg skógarþrasta þar sem hver fugl keppist við að syngja sína bestu sumarsöngva.

22. apríl 2022

Lífríki Varmár í Mosfellsbæ

Út er komin skýrsla um lífríki Varmár í Mosfellsbæ sem unnin var fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis. Rannsóknin beindist að botnlífríki árinnar og var sjónum m.a. beint að árkafla þar sem sem fáeinum mánuðum áður hafði orðið umhverfisslys.

11. apríl 2022

Leggjum línurnar fær styrk - aftur!

Verkefni Náttúrufræðistofu Kópavogs "Leggjum línurnar: menntaverkefni á vef" hefur hlotið styrk úr Loftslagssjóði Rannís. Verkefnið er framhald verkefnisins "Leggjum línurnar" sem keyrt var síðasta vetur og þykir, þrátt fyrir margvíslegar áskoranir, hafa tekist afar vel. Nú er ætlunin að þróa verkefnið áfram og gera aðgengilegt gegn um vefinn.