06. mars 2019

Vöktun á forgangsefnum

Náttúrufræðistofa Kópavogs er meðal þátttakenda í nýju verkefni þar sem vöktuð eru svokölluð forgangsefni í sjó og stöðuvötnum. Alls er um að ræða 45 efni og efnasambönd sem eiga það sameiginlegt að vera skaðleg lífverum.

05. febrúar 2019

Kynnisferð til Stokkhólms

Í liðinni viku fór starfsfólk náttúrufræðistofunnar í kynnisferð til Stokkhólms. Markmið ferðarinnar var að skoða ný eða nýlega endurgerð söfn og sýningar í þeim tilgangi að safna í hugmyndabrunn vegna fyrirhugaðra endurbóta á grunnsýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs.

11. janúar 2019

Tíðarandi í teikningum

Sýning á myndskreytingum úr íslenskum námsbókum frá 20. öld. Sýningin  er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar, Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs og stendur frá 12. janúar til 23. febrúar 2019.