Fjölbreytt dagskrá í vetrarfríi

Fjölbreyttar smiðjur, náttúrubingó og skemmtilegt fjölskyldubíó

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í menningarhúsunum í Kópavogi í vetrarfríi grunnskólanna, mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. febrúar.

Á Bókasafni Kópavogs verður hægt að búa til marglitt og töfrandi origami og skapa sín eigin póstkort og merkimiða úr gömlum og spennandi bókum.  Þar verður líka boðið upp á skemmtilegar bíómyndir sem hægt er að njóta saman en Huldustofu á þriðju hæð verður breytt í notalegan bíósal.

Í Gerðarsafni verður náttúran skoðuð í gegnum linsu myndlistarinnar en smiðjurnar eru samstarfsverkefni Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Börn og fjölskyldur geta líka farið í glænýtt Náttúrubingó um Borgarholtið og skoðað og hlustað á náttúruna um leið. Ský, gnauð í vindi, visnað blóm og sinustrá er á meðal þess sem þarf að finna á Borgarholtinu til að fylla út bingóspjaldið. Það má svo merkja spjaldið og skila inn á Gerðarsafn en dregið verður úr nöfnum þátttakenda. Heppnir bingóspilarar geta fengið nýjustu bók Stjörnu-Sævars, Hamfarir, í verðlaun.

Ókeypis er inn á sýningar í Gerðarsafni fyrir fullorðin í fylgd með börnum en þar standa nú yfir sýningarnar Venjulegir staðir og Venjulegar myndir. Sýningarnar byggja á Ívars Brynjólfssonar. Auk þess stendur yfir grunnsýning á verkum Gerðar Helgadóttur á jarðhæð Gerðarsafns.

Fjölskyldudagskrá í menningarhúsunum

19. febrúar

11:00 | Bíósýning: Múlan (Bókasafn Kópavogs, 3. hæð)
13:00 | Bókamerkja-origamismiðja  (Bókasafn Kópavogs, 3. hæð)
15:00 | Kórónusmiðja (Gerðarsafn, jarðhæð)

20. febrúar

11:00 | Bíósýning: Herkúles (Bókasafn Kópavogs, 3. hæð)
13:00 | Korta- og merkimiðasmiðja (Bókasafn Kópavogs, 3. hæð)
15:00 | Eldfjallasmiðja (Gerðarsafn, jarðhæð)

Frábært náttúrubingó í boði báða daga. Nálgist spjöldin á Bókasafni Kópavogs og í Gerðarsafni.

Bókasafn Kópavogs er opið frá 08:00 – 18:00 og Gerðarsafn frá 12:00 – 18:00. Ókeypis er á Gerðarsafn fyrir fullorðin í fylgd með börnum.

Verið hjartanlega velkomin.



Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep

14
sep

12
okt

12
okt

23
okt

09
nóv

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Consent Management Platform by Real Cookie Banner