Fíflast með fíflum 16.02.2023
Fíflast með fíflum 16.02.2023

Fíflastuð

"Megi fífillinn vera í ykkur, fíflumst og njótum. Örugg samvera veitir gleði.,, - Anna Henriksdóttir, forsvarskona listhóps Hlutverkaseturs

 Það var mikið um fjör og fíflaskap í bókasafni Kópavogs í dag þegar sýningin Fíflast með fíflum opnaði. Listhópur Hlutverkasseturs, sem er listhópur ársins Lista án landamæra, sýndi verk, bauð upp á söng og gleði í tilefni dagsins. List án Landamæra fagnar nú 20 ára afmæli og sýningin hluti af fjölmörgum viðburðum sem hátíðin býður upp á í ár.

     Það er nú ekki oft sem svona mikill fjöldi safnast saman hér á neðri hæð hússins, sagði Lísa Zachrison Valdimarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Kópavogs þegar hún bauð fólk velkomið en mikill fjöldi var á staðnum. Hún ásamt Írisi Stefaníu Skúladóttir, listrænum stjórnenda hátíðarinnar sögðu frá því hversu ánægjulegt samstarfið hefur verið hingað til og vonast til að sem flestir leggi leið sína í Kópavoginn og fíflist aðeins.

Anna Henriksdóttir, myndlistakennari og forsvarskona hópsins sagði frá tilurð sýningarinnar.

     „Þemað í ár er fífillinn, hann reynir að laga jarðveginn með því að jafna sýrustigið, sáir sér og vex alls staðar og oft í mjög erfiðum kringumstæðum. Hann er oft fyrsta kærleiksgjöf sem barn gefur foreldri Seigla hans. þrjóska og gleðin er það sem við höfum unnið með hér og minnum á leikur og gleði er leið til geðræktar.,,

Sýningin er opin á opnunartímum bókasafnsins og Gerðarsafns og stendur til 18. október 2023.

Ljósmyndir: Leifur Wilberg Orrason

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep

14
sep

12
okt

12
okt

23
okt

09
nóv

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Consent Management Platform by Real Cookie Banner