Stofnskrá og stefnur

Stofnskrá Náttúrufræðistofu Kópavogs var samþykkt í bæjarráði Kópavogs þann 15. september 2011.

Samkvæmt stofnskránni eru aðalhlutverk Náttúrufræðistofu  Kópavogs eftirfarandi:

a. Að stunda vísindalegar rannsóknir á náttúru landsins, m.a. í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, náttúrustofur og aðrar rannsóknarstofnanir á sviði náttúrufræða og umhverfismála.

b. Að safna náttúrufræðilegum gögnum og skrá þau og varðveita með vísindalegum hætti.

c. Að veita almenningi og skólaæsku fræðslu um náttúrufræði og standa að sýningum um náttúru landsins.

d. Að stuðla að æskilegri landnýtingu, náttúruvernd og fræðslu um umhverfismál fyrir almenning og skólaæsku.

e. Að veita Kópavogsbæ og öðrum aðilum eftir atvikum umbeðna ráðgjöf á verksviði stofunnar, m.a. vegna nýtingar auðlinda, skipulagsmála og mats á umhverfisáhrifum, enda komi greiðsla fyrir.

Stofnskráin er grunnur að söfnunar- og sýningarstefnu stofunnar, sem og starfsstefnu hennar, en Starfsemi Náttúrufræðistofu Kópavogs fer fram í samræmi við  siðareglur ICOM (International Council of Museum) eins og þær eru kynntar hjá Íslandsdeild ICOM.

Consent Management Platform by Real Cookie Banner