Í næstu viku brestur á með Ormadögum, barnamenningarhátíð í Kópavogi. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í menningarhúsum Kópavogs sem ætluð er börnum í leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskólanna. Leikskólabörn munu koma í Safnahúsið og fræðast um orma hjá starfsmönnum Náttúrufræðistofu og fara svo í barnadeild Bókasafnsins og hlusta á ormasögu. Fjölskylduhátíðin var einnig haldin í fyrra og þá var slegið aðsóknarmet að svæðinu og skemmtu gestir sér afar vel.
Laugardaginn 30. maí verður haldin mikil fjölskylduhátíð þar sem Náttúrufræðistofa verður með allskonar orma til sýnis, í Bókasafninu verður boðið uppá flugdrekasmíði, barnasmiðja verður í Gerðarsafni, tónleikar í Salnum og dans í Tónlistarsafninu, svo eitthvað sé nefnt. Allir eru velkomnir og ókeypis er á alla viðburði.
Verið velkomin á fjölskylduhátíð Ormadaga laugardaginn 30. maí frá kl 12 – 18. Margskonar viðburðir í menningarhúsunum og leikir og leiktæki á túninu vestan Safnahússins.