Um miðjan nóvember hóf Kristín Harðardóttir störf hjá Náttúrufræðistofunni.
Kristín er líffræðingur frá Háskóla Íslands og með Cand.sci. próf frá Háskólanum í Bergen í Noregi. Þá er hún með uppeldis og menntunarfræði frá Hákóla íslands. Hún hefur starfað á Hafrannsókna-stofnun, hjá lyfjafyrirtækinu Actavis og síðast hjá Umhverfisstofnun. Kristín er í hálfu starfi og mun sinna almennri rannsóknarvinnu sem til fellur hverju sinni sem og móttöku og leiðsögn hópa á safninu, umsjón sýningar- og vísindasafna, úrvinnslu sýna, samantekt niðurstaðna og skýrsluskrifum. Við bjóðum hana velkomna til starfa.