Blávatn – nýjasta vatn landsins

Miðvikudaginn 2. nóvember s.l. flutti Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, erindi sem kallast „Blávatn, nýjasta stöðuvatn landsins“, á Hrafnaþingi í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Íslands að Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ.
ok2010.jpg

Fjallað var um Blávatn, nýjasta stöðuvatns landsins sem myndast hefur í gíg Oksins í Borgarfirði á allra síðustu árum. Tilurð vatnsins, sem er um 10 ha að stærð og um 4,5 m djúpt þar sem það er dýpst, er rakin til loftslagshlýnunar og jökulbráðnunar. Fyrst varð vart við vatnið sumarið 2007 og er ekki vitað til þess að eiginlegt stöðuvatn hafi verið þar áður. Í kjölfar fundarins hefur Náttúrufræðistofa Kópavogs vaktað vatnið og í ágúst 2010 var farinn þangað all ítarlegur rannsóknarleiðangur. Í erindinu var greint frá ýmsu sem varðar vatnafars- og vatnaformfræðilega þætti og kynntar fyrstu niðurstöður sem lúta að líffræði þessa unga og lítt mótaða vistkerfis.
Hér má finna dagskrá Hrafnaþings og hlusta á erindið.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
nóv

04
des

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner