Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur í dag, föstudaginn 16. september sem er fæðingardagur Ómars Ragnars- sonar, frétta- og þáttagerðarmanns, en hann hefur verið mjög ötull við að upplýsa almenning um náttúru landsins. Ríksstjórn Íslands ákvað í fyrra að tileinka þennan dag íslenskri náttúru til að undirstrika mikilvægi hennar.
Efnt verður til viðburða víða um land í tilefni dagsins og dagskráin mjög fjölbreytt. Í Kópavogi mun umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir taka þátt í útikennslustund í Kársnesskóla og hefst tíminn kl. 09:00.
Í tilefni Dags íslenskrar náttúru mun umhverfisráðherra veita fjölmiðlaverðlaun ársins.