Hljóta 10 milljónir kr. í styrk

Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa fá styrk til þriggja ára fyrir verkefnið Náttúra í gegnum linsu myndlistar.

Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs hlutu nýverið Öndvegisstyrk frá Safnasjóði upp á 10 milljónir króna. Styrkurinn er til þriggja ára fyrir verkefnið Náttúra í gegnum linsu myndlistar sem er þriggja ára fræðsluverkefni fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri þar sem tengsl myndlistar og náttúru eru könnuð. Í öndvegisverkefninu tvinnast saman sérfræðiþekking innan myndlistar í Gerðarsafni og í náttúruvísindum í Náttúrufræðistofu Kópavogs og byggir á farsælu þverfaglegu samstarfi safnanna tveggja í fræðslu undanfarin ár. Verkefnið spannar fimm skólaannir og á hverri önn er ákveðið þema og sértækt rannsóknarefni tekið fyrir með hverjum aldurshópi út frá aðalnámskrá grunnskólanna og námskrá leikskóla. Náttúra í gegnum linsu myndlistar er tilraunaverkefni í þverfaglegri safnafræðslu fyrir fyrstu skólastigin þar sem tekið er stórt skref í átt að auka þátttöku safnanna í menntun barna. Börnin fá tækifæri til að uppgötva og rannsaka á eigin forsendum þar sem þau eru bæði vísindamennirnir og listamennirnir.

Safnasjóður er í umsjón Safnaráðs í umboði menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra afhenti Brynju Sveinsdóttur forstöðumanni Gerðarsafns og Finni Ingimarssyni forstöðumanni Náttúrufræðistofu Kópavogs viðurkenningarskjal vegna styrksins.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep

14
sep

12
okt

12
okt

23
okt

09
nóv

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Consent Management Platform by Real Cookie Banner