Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur í gegn um tíðina tekið þátt í vöktunarverkefnum sem snerta ýmis svið vatnalíffræðinnar.
Með hugtakinu vöktun (monitoring) er átt við reglulega sýnatöku og/eða mælingu á tilteknum þætti/þáttum. Vöktun getur bæði falið sér þéttar mælingar í skamman tíma (t.d. eitt ár) eða mælingar með lengra millibili í langan tíma (a.m.k. nokkur ár).
Þátturinn sem vaktaður er þarf að vera mikilvægur í viðkomandi kerfi og helst fremur auðveldur og hagkvæmur að fylgjast með.
Hér er að finna umfjöllun um vöktunarverkefni sem Náttúrufræðistofan hefur komið að og helstu niðurstöður þeirra.