Rannsóknir í ám og vötnum á Ófeigsfjarðarheiði 2017

Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur framkvæmt nokkrar rannsóknir í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, oftar en ekki í tengslum við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir. Þessar rannsóknir hafa ýmist verið unnar eingöngu af Náttúrufræðistofunni eða í samvinnu við aðrar rannsóknastofnanir s.s. Háskóla Íslands og Veiðimálastofnun, sem nú hefur sameinast Hafrannsóknarstofnun.

Í ágúst 2017 fóru starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs í vettvangsferð til sýnatöku í ám og vötnum á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar á Ófeigsfjarðarheiði á Ströndum. Var þetta gert að beiðni verktakafyrirtækisins Vesturverks á Ísafirði og verkfræðistofunnar Verkís í Reykjavík í tengslum við gerð frummatsskýrslu um umhverfisáhrif virkjunarframkvæmdanna. Rannsóknin er gerð í framhaldi af rannsókn sem fram fór árið 2015, til að afla frekari gagna.

Helstu niðurstöður eru að lífríki í rannsóknarvötnunum og -ánum telst fábrotið, tegundir og hópar hryggleysingja eru fáir og þéttleiki þeirra lágur. Hvorki fundust háplöntur né kransþörungar í rannsóknarvötnunum, en hins vegar þöktu mosaflákar 10–20% vatnsbotnsins.

Bleikja fannst í öllum rannsóknarvötnunum, en engin hornsíli veiddust. Veiði var á bilinu fjórar til 58 bleikjur í vatni. Allar bleikjur voru svipaðar að stærð og útliti, afar smáar með dökkar skellur á hliðum sem alla jafna einkenna seiði, svokölluð parr-merki. Þrátt fyrir smæðina voru bleikjurnar á aldrinum 3–12 ára og 33–100% bleikjanna kynþroska eða nærri kynþroska.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep

14
sep

12
okt

12
okt

23
okt

09
nóv

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Consent Management Platform by Real Cookie Banner