Frumathugun á Kópavogslæk

. Ástæður þessarar athugunar voru tvær, umhverfisfulltrúi Kópavogsbæjar var að vinna að viðbragðsáætlun vegna mengunarslysa, en einnig hafði verið óskað úttektar á kostum þess að sleppa silungaseiðum í lækinn.

Náttúrufræðistofan vann árið 2013 frumathugun á stöðu Kópavogslækjar m.t.t. lífríkis. Ástæður þessarar athugunar voru tvær, umhverfisfulltrúi Kópavogsbæjar var að vinna að viðbragðsáætlun vegna mengunarslysa, en einnig hafði verið óskað úttektar á kostum þess að sleppa silungaseiðum í lækinn.

Fyrirliggjandi vitneskja um lækinn var afar rýr og því lítið til að byggja á varðandi ráðleggingar um seiðasleppingar.  Náttúrfræðistofunni hafa borist silungar fangaðir í læknum þannig að svo virðist sem silungur gangi í lækinn. Ekki höfum við vitneskju um að silungi hafi verið sleppt í lækinn á allra síðustu árum. Þá er að finna í læknum bæði ál og flundru sem ganga í hann af sjálfsdáðum. Í læknum eru einnig hornsíli og ofarlega í honum er töluvert magn kuðunga en hvoru tveggja leggja urriðar sér gjarnan til munns.

Mælt er með því að gerð sé s.k. umhverfisflokkun á læknum en þá er með reglubundnum hætti kannað hvað berst í lækinn af mengun, bæði efna- og gerlamengun.

Deildu þessari grein

NÝJUSTU FRÉTTIR

Consent Management Platform by Real Cookie Banner