Sýningar

22. feb. 2018

Safngripir Náttúrufræðistofu Kópavogs

Á Náttúrufræðistofu Kópavogs er að finna eina náttúrugripasafn höfuðborgarsvæðisins sem opið er almenningi.

Sýning

Kúluskítur

Kúluskítur er nafn á einu af sérstæðustu fyrirbærum sem finnast í náttúru landsins. Um er að ræða fágætt, stórvaxið, kúlulaga vaxtarafbrigði af grænþörungategundinni Aegagropila linnaei, sem aðeins er þekkt í tveimur stöðuvötnum á jörðinni –
Mývatni og í Akanvatni á Hokkaido eyju í Japan.

Sýning

Fuglar

Náttúrufræðistofan á talsvert safn uppstoppaðra fugla. Á safninu eru til sýnis yfir 60 tegundir fugla, þar af 11 andartegundir af báðum kynjum. Eins og myndin ber með sér er góð aðstaða til að skoða fuglasafnið. Í sýningarsal má einnig finna helstu upplýsingar um fuglana, s.s. stofnstærðir og farleiðir. Hér að neðan er listi yfir þá fugla sem sjá má í sýningarsal okkar, ásamt upplýsingum um hverja tegund.