20. okt

Vænghaf

Sýning á listahátíðinni List án landamæra.

Innan um safnmuni Náttúrufræðistofu leynast listaverk sem tengjast dýrum, jurtum eða jarðfræði.

Listafólk:
Anna Henriksdóttir
Bjarki Bragason
Björgvin Eðvaldsson
Björgvin Ewing
Edda Guðmundsdóttir
Eiríkur Gunnþórsson
Erla Björk Sigmundsdóttir
Guðrún Auður Hafþórsdóttir Byrnd
Hanný María Haraldsdóttir
Helena Ósk Jónsdóttir
Lilja Dögg Arnþórsdóttir
Margrét Stefánsdóttir
Rán Flygenring
Selma Hreggviðsdóttir & Sirra Sigrún
Sigrún Huld Hrafnsdóttir
Sigtryggur Einar Sævarsson

Sýningin stendur til 17. nóvember.

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og hefur verið haldin árlega síðan. Hátíðin sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. Hátíðin er eini vettvangurinn á Íslandi sem leggur alfarið áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur skapað sér sérstöðu innan menningarlífsins á Íslandi. Æ fleiri verða meðvitaðir um gildi hátíðarinnar í samfélaginu. Með því að skapa vettvang skapast tækifæri og leiðir opnast, jafnvel inn á nýjar brautir. Með því að leiða saman ólíka hópa og einstaklinga opnast alltaf fleiri og fleiri dyr og tækifæri. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni. Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.

Hátíðin hefur stuðlað að samstarfi á milli ólíkra hópa og m.a. verið í samstarfi við listasöfn, starfandi listafólk, leikhópa og tónlistarfólk. Hátíðin hefur einnig stuðlað að umræðu um ímynd fatlaðra listamanna í listum og list fatlaðra m.a. í samvinnu við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Norræna húsið. List án landamæra leggur áherslu á að list fatlaðs listafólks sé metin til jafns innan listheimsins og list ófatlaðs listafólks.

List án landamæra hlaut Múrbrjót Þroskahjálpar árið 2009 og var tilnefnd til Hvatningaverðlauna ÖBÍ árið 2011. Árið 2012 fékk List án landamæra Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Consent Management Platform by Real Cookie Banner