Kórónusmiðja í vetrarfríinu

Dúskar, fjaðrir, slaufur og strá. Búum saman til skemmtilegar kórónur úr litríkum og skemmtilegum efnivið í vetrarfríinu. Allur efniviður á staðnum og aðgangur er ókeypis. Þorgerður Þórhallsdóttir og Örn Alexander Ámundason sjá um smiðjuna. Hlökkum til að sjá ykkur!

List og náttúra

List og náttúra í Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs Einföld smiðja eða leiðsögn fyrir börn miðvikudaga frá kl. 15-17 í Gerðarsafni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þorgerður, Hulda og Sævar halda utan um smiðjurnar. Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi. Náttúran verður skoðuð […]

Stjörnuskoðun með Sævari Helga

Skyggnst verður upp í himininn á Safnanótt ásamt Sævari Helga Bragasyni, spáð í stjörnur og Júpíter skoðaður í gegnum sjónauka. Viðburðurinn fer fram við Náttúrufræðistofu Kópavogs og öll hjartanlega velkomin.

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin laugardaginn 2. desember en við það tilefni verða ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin tendruð. Ævintýrapersónur úr Jólaskógi stíga á svið og jólasveinar bregða sér í bæinn en ljósin á trénu verða tendruð klukkan 16 þar sem fram kemur Kór Hörðuvallaskóla. Skólahljómsveit Kópavogs flytur jólatónlist frá 15:40. Frá klukkan 13 […]

Fíflast með fíflum | Sýningaleiðsögn

Leiðsögn Önnu Henriksdóttur um sýningar Listahóps Hlutverkaseturs á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu og Gerðarsafni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. —– Á Bókasafni og Náttúrufræðistofu sýnir Listahópur Hlutverkaseturs verk sem unnin eru út frá hugmyndum um fíflablóm en einnig um þá gleði að fíflast. Myndverk, skúlptúrar, bækur, hannyrðavörur og fleira. Við […]

Vetrarórói

Vetrarsólstöður og aðventan eru efni þessarar smiðju. Við búum til vetrarsólstöðuóróa sem unnir verða í tengslum við náttúruríkin fjögur: steinaríkið, plönturíkið, dýraríkið og ríki manneskjunnar.  Við notum greinar, stálþráð, ullarband, steina (eða skeljar), köngla, og aðrar gersemar til að skapa vetraróróa.  Á aðventunni myndast tækifæri til þess að dýpka samband okkar við umhverfið sem við […]

Að ná í ljósið

Kolasmiðja þar sem ýmsar tilraunir verða gerðar með kol og hnoðleður til að dýpka tilfinninguna fyrir ljósi og skugga á þeim tíma ársins er hið ytra ljós sólarinnar fer dvínandi og mikilvægi hins innra ljóss fer vaxandi. Nauðsynlegt er fyrir gesti að vera í viðeigandi fatnað þar sem kolin smita út frá sér og hægt […]

Fíflast með fíflum – leið til geðræktar

Listahópur Hlutverkaseturs sýnir verk sem unnin eru út frá hugmyndum um fíflablóm en einnig um þá gleði að fíflast. Myndverk, skúlptúrar, bækur, hannyrðavörur og fleira. Við fíflumst og skemmtum okkur saman og gerum það sem leið til geðræktar. Sýningin er hluti af List án landamæra 2023 en Listahópur Hlutverkaseturs var valinn listhópur hátíðarinnar að þessu […]

Consent Management Platform by Real Cookie Banner