25. nóv 13:00 – 15:00

Vetrarórói

Vetrarsólstöður og aðventan eru efni þessarar smiðju. Við búum til vetrarsólstöðuóróa sem unnir verða í tengslum við náttúruríkin fjögur: steinaríkið, plönturíkið, dýraríkið og ríki manneskjunnar. 

Við notum greinar, stálþráð, ullarband, steina (eða skeljar), köngla, og aðrar gersemar til að skapa vetraróróa. 

Á aðventunni myndast tækifæri til þess að dýpka samband okkar við umhverfið sem við búum í með því að veita athygli þeim styrk og fegurð sem býr í hinum fjórum ríkjum náttúrunnar. Fyrsta vika aðventunnar er helguð steinaríkinu, efnislegum stoðum tilveru okkar. Önnur vikan minnir okkur á plönturikið sem nærir okkur og skýlir. Þriðja vikan er helguð dýraríkinu, fegurð þess og lífi og fjórða vikan er helguð manneskjunni og tilveru okkar í veröldinni. 

Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Consent Management Platform by Real Cookie Banner