Ert þú með góða hugmynd?

Kallað eftir hugmyndum um upplifunarrými og útisvæði menningarhúsanna.

Hugmyndasöfnun um nýja ásýnd og upplifun í Menningarmiðju Kópavogs var hleypt af stokkunum í morgun. Markmiðið er að skapa líflegt og heilsteypt svæði í og við menningarhúsin í Kópavogi í samvinnu við íbúa sem geta komið hugmyndum sínum á framfæri á vef hugmyndasöfnunarinnar.  

Óskað er eftir hugmyndum fyrir þrjú svæði. Í fyrsta lagi upplifunar- og fræðslurými á fyrstu hæð Safnahúss Kópavogs sem hýsir Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofu. Í öðru lagi útisvæðin við menningarhúsin sem afmarkast af Safnahúsi, Salnum, Gerðarsafni og Borgarholtsbraut. Í þriðja lagi er óskað eftir hugmyndum fyrir Hálsatorg við Kópavogshálsinn. 

Íbúar eru hvattir til að setja inn hugmyndir sem tengjast upplifun, afþreyingu og aðstöðu á þessum svæðum.  

„Við hjá Kópavogsbæ ætlum að efla menningarhúsin okkar og svæðið í kringum þau. Því viljum við fá íbúa í lið með okkur og vonumst til að fá fjölbreyttar og skemmtilegar hugmyndir inn í þá vinnu sem er framundan í Menningarmiðju Kópavogs. Ég hlakka til að sjá tillögurnar fyrir nýja upplifunarrýmið í Safnahúsinu en við gerum ráð fyrir að hefja framkvæmdir á því rými í byrjun næsta ár. Útisvæðið við menningarhúsin býður einnig upp á marga möguleika og sama má segja um Hálsatorg. Við hvetjum að sjálfsögðu íbúa til að leggja sitt af mörkum til hugmyndasöfnunarinnar og tökum öllum hugmyndum fagnandi.“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs. 

Hugmyndasöfnum stendur yfir til 14.júlí. Í framhaldinu verður unnið úr hugmyndunum og þær kynntar á opnum degi í menningarhúsunum laugardaginn 9. september. Þar gefst almenningi kostur á að ræða fram komnar hugmyndir og bæta við þær.  

Afrakstur hugmyndasöfnunar og úrvinnsla verður svo gerð aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

22
jan

19
feb

19
mar

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner