Úttekt á lífríki Varmár í Mosfellsbæ

Markmið rannsóknarinnar er að gera úttekt á lífríki Varmár sem náði til tegundaauðgi og þéttleika smádýra á hörðum botni/steinum (steinasýni) og helstu eðlisþátta, en einnig var horft eftir fiskum á sýnatökustöðvunum.

Markmið rannsóknarinnar er að gera úttekt á lífríki Varmár sem náði til tegundaauðgi og þéttleika smádýra á hörðum botni/steinum (steinasýni) og helstu eðlisþátta, en einnig var horft eftir fiskum á sýnatökustöðvunum. Í kjölfar óhapps sem varð þann 23.6.2020 þegar heitt vatn flæddi í ána við dælustöð Veitna ohf. við Dælustöðvarveg, var, að ósk Veitna ohf. bætt við rannsóknina tegundagreiningum á rykmýi á tveimur stöðvum, ofan og neðan útrásar heitavatnsins til að meta áhrif þess á lífríkið. Sýnatökur fóru fram þann 25. ágúst 2020.

Alls fundust í heildina 46 tegundir eða greiningarhópar. Fjöldi hópa og þéttleiki botndýra reyndist nokkuð mismunandi eftir stöðvum þótt sömu meginhópar fyndust víðast hvar. Þegar horft var til fjölbreytileika- og jafnaðarstuðla reyndust hæstu gildin vera á stöðvum 1 og 3 og vekur stöð 3 sérstaka athygli því talið var að þar hafi lífríki beðið skaða af þegar heitt vatn flæddi í ána tveimur mánuðum fyrir sýnatöku. Mesta einsleitni var hins vegar að finna á stöð 4 sem jafnframt hafði langmestan heildarþéttleika lífvera. Þetta ástand stafaði af miklum fjölda ána af tegundinni Nais barbata sem er þekkt fyrir nokkurt þol gagnvart lífrænni mengun og efnamengun.

Svo virðist sem vistkerfið á botni Varmár sé í nokkuð vel stakk búið til að bregðast við staðbundnum óhöppum og þrátt fyrir að þéttleiki lífvera á stöð 3 hafi verið sá lægsti sem mældist á þeim stöðum sem kannaðir voru, reyndist fjölbreytileikinn vera með því mesta. Tegundasamsetning rykmýslirfa á stöðinni var frábrugðin viðmiðunarstöðinni (stöð 1) en ekki er hægt að útiloka að það stafi af mismun búsvæða. Líklega má því sjá afleiðingar hitaóhappsins á stöð 3 í lægri þéttleika botndýra en á viðmiðunarstöðinni en landnám tegunda virðist nokkuð jafnt sem heldur uppi fjölbreytninni.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

22
des

23
des

08
jan

18
jan

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner