Náttúrufræðstofa hlýtur
Náttúrufræðstofa hlýtur

Náttúrufræðstofa hlýtur 12 milljóna kr. styrk

Allt frá árinu 2015 hefur Náttúrufræðistofa Kópavogs unnið að endurnýjun á grunnsýningum Náttúrufræðistofunnar.

Allt frá árinu 2015 hefur Náttúrufræðistofa Kópavogs unnið að endurnýjun á grunnsýningum Náttúrufræðistofunnar. Safnasjóður hefur styrkt flestar þær framkvæmdir sem nú þegar hafa átt sér stað og veitir nú Náttúrufræðistofu öndvegisstyrk upp á tæpar 12 milljónir kr. Sá styrkur mun fjármagna lokahnykkinn í framkvæmdunum, sem er jafnframt dýrasti þátturinn.

Finnur Ingimarsson forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs er að vonum mjög ánægður með að nú geti þau loks lagt lokahönd á endurnýjun sýningarinnar. „Þetta hefur gerst í smáum og ígrunduðum skrefum og nokkuð hefur verið um hindranir í veginum. Fyrsta skrefið var stigið þegar grunnsýning á jarðfræði Íslands var opnuð árið 2017. Árið 2020, í febrúar, rétt á undan Covid-19 opnuðum við endurnýjaða grunnsýningu á líffræði Íslands, sem við köllum Heimkynni.“

Finnur og starfsfólk Náttúrustofu hafa um nokkurt skeið velt því fyrir sér að endurnýja sjó og ferskvatnsbúr í sýningunni. Ætlunin var að taka þau í gegn á síðasta ári en faraldurinn kom í veg fyrir það en þó er á áætlun að huga að þessu á árinu 2021. Einnig er í vinnslu leiðsagnarkerfi á ensku, og vonandi fleiri tungumálum, í gegnum sýningarnar sem byggir á notkun spjaldtölva.

„Lokahnykkurinn í þessari runu endurnýjunar, sem við vorum að fá styrk fyrir, er í raun inngangurinn að sýningum Náttúrufræðistofunnar.  Ætlunin er að útbúa sýningaratriði sem tengir saman jarð- og líffræði Íslands. Þar er rakin með gagnvirkum hætti tilvist landsins og myndunarsaga þess sem og ýmsir atburðir sem landið hefur gengið í gegnum þær ármilljónir sem það hefur verið til. Ísöld, eða aldir, hafa komið og farið og fylgt verður eftir landnámi valinna dýra- og plöntutegunda eftir að þeirri síðustu lauk,“ segir Finnur og vill að lokum þakka Safnasjóði fyrir þeirra framlög í gegnum árin.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

22
des

23
des

08
jan

18
jan

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner