BARNAMENNINGARHÁTÍÐ – LEIKSKÓLINN ARNARSMÁRI

Þessa dagana stendur undirbúningur fyrir Barnamenningarhátíð sem hæst hjá Menningarhúsunum í Kópavogi. Af því tilefni kynnum við nú til leiks fyrsta leikskólann af fjórum í samstarfsverkefninu Fuglar og fjöll; leikskólann Arnarsmára.
Verkefnið fól í sér fjölbreytta fræðslu og verkefnavinnu, en sjófuglar og spörfuglar voru viðfangsefni barnanna í Arnarsmára í fuglahluta þess. Í fjallahlutanum veltu börnin fyrir sér mismunandi lögun margra þekktra fjalla á Íslandi, með sérstakri áherslu á Esjuna.
Börnum og kennurum í Arnarsmára eru færðar innilegar þakkir fyrir skapandi og skemmtilegt samstarf!
Sýning á verkum barnanna verður sett upp á Náttúrufræðistofu Kópavogs á Barnamenningarhátíð dagana 8.-13. apríl og verður öllum opin. Að auki verður gestum boðið að taka þátt í opinni fugla- og fjallasmiðju á lokadegi hátíðarinnar, laugardaginn 13. apríl.
BarnArn1.jpg
Börnin á Gulldeild fræddust um sjófugla og börnin á Akri um spörfugla. Skoðuð voru heimkynni fuglanna, hvernig hljóð þeir gefa frá sér og hvernig eggjum þeir verpa.
BarnArn2.jpg
Börnin völdu sér sinn uppáhaldsfugl sem þau mótuðu sem skúlptúr og máluðu.
BarnArn3.jpg
Hreiðurgerð í fullum gangi.
Barn_Arn4.jpg
Eggjunum var haganlega komið fyrir í hreiðrum eða klettasyllum, eftir því sem við á.
BarnArn5.jpg
Í fjallahluta verkefnisins var sérstök áhersla lögð á Esjuna, enda stendur Arnarsmári hátt á austanverðri Arnarneshæðinni með góðu útsýni yfir til fjallsins.
BarnArn6.jpg
Börnin unnu saman í hópum við gerð myndarlegra fjallaskúlptúra af Esjunni og Herðubreið.
Arnarsmári_logo.JPG
Hugmyndafræði leikskólans Arnarsmára fellur að aðferðum Uppbyggingarstefnunnar, sem einnig gengur undir nafninu Uppeldi til ábyrgðar. Stefnan er mannúðarstefna sem miðar að því að ýta undir sjálfsaga barna og þjálfa þau í að læra af mistökum sínum með því að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum. Það skiptir máli að allir þekki hlutverk sitt og finni að þeir séu mikilvægir. Uppeldi til ábyrgðar stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

08
jan

18
jan

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner