Fuglar í Kópavogi

Laugardaginn 13. maí er komið að fjórðu fjölskyldustund Náttúrufræðistofu Kópavogs og nú verður sjónum beint að fuglum í Kópavogi.
20170512120250106304.jpg
Dagskráin hefst á Náttúrufræðistofunni kl. 13 þar sem færi gefst á að skoða uppstoppaða fugla í nágvígi og átta sig þannig á útliti þeirra og helstu einkennum. Þá verður gengið niður að Kópavogi og skimað eftir fuglum í fjörunni, en einnig er velkomið að mæta beint í voginn þar sem háfjara verður kl 13:50.

Viðburðurinn er ókeypis og eru allir velkomnir

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
nóv

04
des

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner