Vistgerðir á Íslandi

Frá árinu 2012 hefur Náttúrufræðistofa Kópavogs verið þátttakandi í stóru rannsóknarverkefni sem kallast Natura Ísland og snýst um flokkun lands í vistgerðir. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur haft umsjón með verkefninu og hefur það notið fjárstuðnings frá Evrópusambandinu og íslenska ríkinu.
20170314155928096523.jpg
Tilgangur verkefnisins er að uppfylla skyldur Íslands gagnvart Bernarsamningnum sem Ísland er aðili að. Á grundvelli hans skulu aðildarríki flokka landsvæði í skilgreindar vistgerðir en vistgerð er landeining sem býr yfir ákveðnum eiginleikum hvað varðar gróður, dýralíf, jarðveg og loftslag. Innan sömu vistgerðar eru aðstæður með þeim hætti að þar þrífast svipuð samfélög plantna og dýra. Við þessa flokkun var stuðst við samevrópskt flokkunarkerfi, svokallað EUNIS kerfi (Europian Nature Information System). Nú hafa megin niðurstöður verkefnisins verið teknar saman í skýrslu og verða kynntar á málþingi sem haldið verður þann 17. mars kl. 13:00 á Grand Hótel í Reykjavík.
Í verkefninu var unnið að skilgreiningu á vistgerðum á landi, í fjöru og í ferskvatni. Sérfræðingar Náttúrufræðistofu Kópavogs unnu að flokkun ferskvatns og sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands að flokkun þurrlendis og fjöru.

Með vistgerðaflokkun fæst yfirlit yfir íslenskar vistgerðir, þar á meðal vistgerðir sem eru sérstakar eða sjaldgæfar. Notagildið er margvíslegt svo sem við skipulagsmál, landnotkun, skógrækt, landgræðslu og náttúruvernd.

Opnuð verður vefsjá sem sýnir kort af Íslandi með flokkun landsins í vistgerðir. Nánari upplýsingar um flokkun vistgerða landsins má finna á vef Náttúrufræðistofnunar:  
http://www.ni.is/grodur/vistgerdir og http://www.ni.is/greinar/natura-island.

Hér má sjá kort yfir vistgerðir í Evrópu sem verndaðar eru samkvæmt EUNIS (Europian Nature Information System):
http://ec.europa.eu/environment/nature/natura2000/data/index_en.htm.
20170314160147166958.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

22
des

23
des

08
jan

18
jan

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner