Búningaskipti fugla

Ný sýning hefur verið sett upp í anddyri Náttúrufræðistofunnar þar sem fjallað er um búningaskipti fugla. Allir fuglar skipta um fjaðrir einu sinni til þrisvar á ári. Slík skipti eru fuglunum nauðsynleg til að endurnýja fjaðrirnar sem trosna og missa margvíslega eiginleika sína þegar þær eldast. 
Á sýningunni gefur að líta nokkrar tegundir fugla sem skipta litum og eru því ekki eins á litinn á sumrin og á veturna. Hjá sumum tegundum eins og rjúpunni felast í þessum litaskiptum felubúningur sem líkir eftir umhverfinu.
20161021162716879284.jpg
Allir fuglar skipta um fjaðrir einu sinni til þrisvar á ári. Slík skipti eru fuglunum nauðsynleg til að endurnýja fjaðrirnar sem trosna og missa margvíslega eiginleika sína þegar þær eldast. Allir fuglar bera þrjár gerðir fjaðra og þeim má líkja við fötin okkar. Væng- og stélfjaðrir gera fuglum kleift að fljúga, búkfjaðrir verja líkama fuglsins fyrir vatni og vindi og dúnfjaðrir halda hita á fuglunum. Litur fjaðranna er mismunandi eftir tegundum, árstíðum og aldri og er mikilvægt greiningareinkenni fugla. Margir þekkja litaskipti rjúpunnar sem endurspeglar umhverfi hennar og gefur henni felubúning. Hjá flestum fuglum er litabreytingin minni háttar, vetrar- og sumarbúningur eru líkir en þó er ekki víst að allir þekki lóuna þegar hún er komin í vetrarbúninginn.
Flestir fuglar skipta um fjaðrir á nokkrum vikum, fella eina og eina fjöður og ný vex í stað þeirrar gömlu. Andfuglar fella allar flugfjaðrirnar (væng- og stélfjaðrir) í einu og verða ófleygir á meðan nýju fjaðrirnar vaxa. Kallast þetta að þeir fari í sár. Blikar flestra andategunda eru mestan part ársins í skrautlegum varpbúningi, en dökkir á lit rétt á meðan þeir eru í sárum.

Hér eru til sýnis nokkrar fuglategundir sem hafa ólíkan sumar- og vetrarbúning. Oftast er sumarbúningur fugla litskrúðugri en vetrarbúningurinn.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

22
des

23
des

08
jan

18
jan

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner