Hausthátíð Menningarhúsanna í Kópavogi

Laugardaginn 3. september frá 13-17 verður opið hús og dagskrá í Menningarhúsum Kópavogs. Dagurinn markar upphaf fjölskyldustunda sem haldnar verða á laugardögum í allan vetur en Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Héraðsskjalasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Salurinn ljúka upp dyrum sínum og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem er gestum að kostnaðarlausu.
20160502142251489177.jpg
Í Salnum hefjast tónleikar klukkan 13 en þar munu ýmsir tónlistarmenn koma fram í því skyni að kynna vetrardagskrá Salarins sem er mjög fjölbreytt. Þá getur fólk tryggt sér miða á tónleika vetrarins með góðum afslætti þennan dag. Klukkan 14 byrjar listsmiðja fyrir börn í Gerðarsafni en einnig verða skoðunarferðir í geymslur safnsins. Starf vísindamannsins verður svo kynnt í Náttúrufræðistofu Kópavogs en þar er ekki aðeins eina náttúruminjasýning höfuðborgasvæðisins heldur einnig starfrækt rannsóknarstofa sem verður opin gestum. Dagskránni á laugardag lýkur í Héraðsskjalasafninu þar sem símaskráin, sem verður ekki gefin út framar, verður til umræðu. Spjallið um símaskrána hefst kl. 16 í húsnæði Héraðsskjalasafnsins að Digranesvegi 7 en sýning á símaskrám verður opnuð klukkan 15. Í Bókasafni Kópavogs verður svo ratleikur allan daginn. Fólk getur komið á milli atriða eða þegar því hentar og skellt sér í spennandi ratleik en einnig fengið kennslu í bókaplöstun.
13:00-17:00: Ratleikur og bókaplöstun á bókasafninu.
13:00-14:00: Tónlist í Salnum, kynning á dagskrá vetrarins.
14:00-15:00: Listsmiðja í Gerðarsafni og skoðunarferðir í listaverkageymslu.
15:00-16:00: Opin rannsóknarstofa í Náttúrfræðistofunni.
16:00-17:00 Spjall um símaskrána í tímans rás í Héraðsskjalasafninu.
Sýning á símaskrám opin frá 14:30-17:00.
Nýr dagskrárbæklingur Menningarhúsanna mun liggja frammi á laugardaginn og gestir hvattir til að næla sér í eintak fyrir vini og vandamenn utan Kópavogs sem innan enda eru allir velkomnir á hausthátíð Menningarhúsanna og fjölskyldustundir á laugardögum í vetur.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

22
des

23
des

08
jan

18
jan

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner