Rannsóknir á Ófeigsfjarðarheiði 2015

Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur framkvæmt nokkrar rannsóknir í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, oftar en ekki í tengslum við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir. Þessar rannsóknir hafa ýmist verið unnar eingöngu af Náttúrufræðistofunni eða í samvinnu við aðrar rannsóknastofnanir s.s. Háskóla Íslands og Veiðimálastofnun, sem nú hefur sameinast Hafrannsóknarstofnun.

Að beiðni Vesturverks og Verkís voru Náttúrustofa Vestfjarða og Náttúrufræðistofa Kópavogs fengnar til að gera athugun á lífríki vatna tengdu vatnasviði á Ófeigsfjarðarheiði. Skoðuð voru Neðra-Eyvindarfjarðarvatn, Efra-Hvalárvatn og Nyrðra Vatnalautarvatn.

Tekin voru sýni af steinum í fjöru vatnanna til að kanna tegundasamsetningu hryggleysingja á strandgrunni ásamt því að lögð voru net og hornsílagildur fyrir fisk. Einnig var kannað með fínriðnum svifháfum hvaða lífverur var að finna í svifvist  vatnanna. Gerður var samanburður við þekkt vötn á Íslandi einkum vötn á Vestfjörðum sem upplýsingar eru til um í gagnagrunni rannsóknarverkefnisins Yfirlitskönnun á lífríki Íslenskra vatna. Auk þess var tilvist fiska í Hvalá, Húsá og Eyvindarfjarðará könnuð með rafveiði.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

08
jan

18
jan

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner