Metþátttaka á Safnanótt

Safnanótt hefur svo sannarlega styrkt sig í sessi á undanförnum árum og eru „fastagestir“ Safnanætur ánægjuleg staðfesting þeirrar þróunar.  Sumir fastagestanna koma sérstaklega til að taka þátt í föstum liðum svo sem rat- og spurningaleikjum, meðan öðrum finnst þetta einfaldlega vera orðinn fastur liður í tilverunni. Það er sérlega ánægjulegt að upplifa þetta í spjalli við gestina og styrkir okkur í þeirri trú að við séum að gera eitthvað rétt.

Safnanótt heppnaðist sérlega vel í ár hér í Safnahúsinu og hafa gestir aldrei verið fleiri, en alls komu um 900 manns í húsið á þessum fimm klukkustundum.

Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs þakkar kærlega fyrir sig og horfir með tilhlökkun til næstu Vetrarhátíðar.
20150203161338452434.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
nóv

04
des

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner