Grunnrannsókn á lífríki Meðalfellsvatns

Markmið rannsóknarinnar var að afla grunnupplýsinga um lykilþætti í lífríki og efnabúskap Meðalfellsvatn.

Að beiðni Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis gerði Náttúrufræðistofa Kópavogs grunnrannsókn á vistkerfi Meðalfellsvatns í Kjós árið 2014. Markmið rannsóknarinnar var að afla grunnupplýsinga um lykilþætti í lífríki og efnabúskap Meðalfellsvatns. Rannsóknin náði til efna- og eðlisþátta, vatnagróðurs, smádýralífs, fiska og fugla. 

Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að Meðalfellsvatn er lífauðugt vatn og gildir þar einu hvort um er að ræða vatnagróður, smádýr eða fiska. Jafnframt leiða rannsóknirnar í ljós að vatnsgæði Meðalfellsvatns virðast almennt í góðu lagi. Til að tryggja að svo verði til framtíðar þarf að gæta varúðar í umgengni við vatnið og vatnasvið þess.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

05
feb

07
feb

07
feb

15
feb

19
feb

19
mar

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner