Grunnrannsókn á lífríki Meðalfellsvatns

Markmið rannsóknarinnar var að afla grunnupplýsinga um lykilþætti í lífríki og efnabúskap Meðalfellsvatn.

Að beiðni Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis gerði Náttúrufræðistofa Kópavogs grunnrannsókn á vistkerfi Meðalfellsvatns í Kjós árið 2014. Markmið rannsóknarinnar var að afla grunnupplýsinga um lykilþætti í lífríki og efnabúskap Meðalfellsvatns. Rannsóknin náði til efna- og eðlisþátta, vatnagróðurs, smádýralífs, fiska og fugla. 

Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að Meðalfellsvatn er lífauðugt vatn og gildir þar einu hvort um er að ræða vatnagróður, smádýr eða fiska. Jafnframt leiða rannsóknirnar í ljós að vatnsgæði Meðalfellsvatns virðast almennt í góðu lagi. Til að tryggja að svo verði til framtíðar þarf að gæta varúðar í umgengni við vatnið og vatnasvið þess.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
nóv

04
des

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner