Náttúrufræðistofan 30 ára

Laugardaginn 7. desember nk. mun Náttúrufræðistofa Kópavogs halda upp á 30 ára afmæli sitt. Hún var stofnuð 3. desember 1983. Af þessu tilefni verður leitað í upprunann og frumkvöðla minnst.
20131129154450327068.jpg
Elsta skjal í vörslu  Náttúrufræði-stofunnar um upphaf hennar er dagsett 27. september 1970 og er hvatning Árna Waag, kennara í Kópavogi, til bæjaryfirvalda um að setja á stofn náttúrugripasafn og í tengslum við það, kaupa skeljasafn Kópavogsbúans Jóns Bogasonar. Hann hafði verið um skeið starfsmaður Hafrannsóknastofnunar.
Náttúrufræðistofa Kópavogs var stofnuð þann 3. desember árið 1983. Í upphafi samanstóð safngripakosturinn af áðurnefndu skeljasafni Jóns Bogasonar og fuglasafni Hans Jörgensens sem var fyrsti skólastjóri Vesturbæjarskóla í Reykjavík, en Kópavogsbær keypti þessi söfn. Auk þess keypti bærinn hluta af steinasafni Halldórs Péturssonar en Halldór og kona hans Svava Jónsdóttir gáfu svo restina af safninu þeirra.
Stærst þessara safna var skeljasafnið en auk söfnunargleðinnar var Jón Bogason afbragðs teiknari og seinna gaf Jón Náttúrufræðistofunni eftirprent af mörgum teikninga sinna. Í tilefni afmælisins verða eintök úr þessum upprunasöfnum og eftirprentanir af teikningum Jóns af skel- og krabbadýrum til sýnis í anddyri Náttúrufræðistofunnar. Einnig verður upphaf og saga Náttúrufræðistofunnar rakin í máli og myndum á flatskjá. Þá verður gestum Safnahússins boðið upp á afmælisköku á afmælisdaginn.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

22
des

23
des

08
jan

18
jan

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner