Í júní verður að vanda boðið upp á tvö vikunámskeið í náttúrufræðum fyrir 10 til 12 ára börn. Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu í náttúrufræðum og veita þátttakendum innsýn í vísindaleg vinnubrögð.
Farið verður í vettvangsferðir og m.a. rannsakað vatna- og fjörulífríki í Kópavogi og nágrenni. Á rannsóknastofu verða sýni mæld og skoðuð í smásjá og haldnar vinnubækur.
Námskeið 1: 14. – 18. júní (fjórir dagar) Námskeið 2: 21. – 25. júní
Námskeiðið stendur yfir frá kl. 10 – 15 hvern dag og mæta þátttakendur með nesti, stígvél og hlífðarföt.
Innritun fer fram á Náttúrufræðistofu Kópavogs milli kl. 10 og 16 fram til 11. júní. Námskeiðsgjald er 5.600 kr. fyrir fyrri vikuna og 7.000 kr. fyrir þá seinni. Leiðbeinendur verða starfsmenn á Náttúrufræðistofunni. Athugið! Fjöldi þátttakenda takmarkast við 12 börn á hvoru námskeiði.