Myndlist og náttúra
List og náttúra með ÞYKJÓ
18.09.2025
16:00
Skúlptúrgarður barnanna - List út um allt!

List og náttúra með ÞYKJÓ!
Þriðja fimmtudag hvers mánaðar fram að áramótum frá 16:00 - 17:00 í Gerðarsafni.

Náttúran er magnaður myndhöggvari! Sjórinn slípar steina til, eldgos skilja eftir myndastyttugarða og hellismunnar myndast þar sem ís hefur bráðnað. Vilt þú koma og setja þig í stellingar náttúrunnar og móta landslagsskúlptúr? Smiðjan er leidd af hönnunarteyminu ÞYKJÓ og unnin í samstarfi á milli Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Við könnum tengsl á milli höggmynda og náttúru í skapandi smiðjum fyrir fjölskyldur í Gerðarsafni. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Smiðjurnar eru fjórar og byggja þær hver ofan á fyrri og því engin eins.

ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir. Á meðal nýlegra verkefna er innsetningin Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínurnar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan. ÞYKJÓ hlaut Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fyrir verkefnið Börnin að borðinu. Hópurinn hefur í tvígang hlotið tilnefningu til sömu verðlauna, árin 2021 og 2022 auk tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna. Á Hönnunarmars 2025 kom út Saga um Þykjó, bók sem dregur upp litríka mósaíkmynd af hönnunarferli og hugmyndafræði ÞYKJÓ hönnunarteymisins.

Myndlist og náttúra er samstarfsverkefni Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs og er stutt af Safnasjóði.

-------------------------------------------------------------------

Art and Nature with ÞYKJÓ!
The third Thursday of every month until the end of the year from 16:00 - 17:00 at Gerðarsafn.

Nature is an amazing sculptor! The sea grinds rocks, volcanic eruptions leave behind sculpture gardens, and cave paintings are formed where ice has melted. Would you like to come and put yourself in the poses of nature and shape a landscape sculpture? The workshop is led by the design team ÞYKJÓ and is a collaboration between Gerðarsafn and the Kópavogur Natural History Museum.

We explore the connection between sculpture and nature in creative workshops for families at Gerðarsafn. The purpose is to create time and space for family time together after kindergarten or school. The workshops are four in total and no two will be the same.

ÞYKJÓ is a multidisciplinary team of designers who work for children and their families in the fields of experience design, installations, and product design. Their design work aims to stimulate children's imagination and creativity in collaboration with educational and cultural institutions. Recent projects include the installation Hljóðhimnar in Harpa, the furniture lines Kyrrðarrými and Hreiður and the participatory project Gullplatan. ÞYKJÓ won the Icelandic Design Award 2024 for the project Börnin að boðinu (Kids at the Table). The group has been nominated for the same award twice, in 2021 and 2022, as well as a nomination for the international YAM award. At Design March 2025, Saga um Þykjó was published, a book that paints a colorful mosaic of the design process and ideology of the ÞYKJÓ design team.

Art and Nature is a collaboration between Gerðarsafn and the Kópavogur Natural History Museum and is supported by the Icelandic Museum Council.