
Mynd- og rithöfundurinn Rán Flygenring býður fjölskyldum upp á ólíkar furðufuglateikniæfingar sem virkja ímyndunaraflið og teiknivöðvana. Þátttakendur fræðast um fugla í gegnum snarpar og skapandi stöðvaþrautir. Engrar teikni- né fuglakunnáttu er þörf til að taka þátt!
Hlynur Steinsson, líffræðingur, verður á staðnum og býður uppá fræðsluinnlegg um fugla á Náttúrufræðistofu fyrir börn á öllum aldri.
Komið og teiknið skemmtilegar fuglamyndir!