„Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna: samræmdur gagnagrunnur“ (gjarna kallað vatnaverkefnið) er eitt viðamesta verkefni náttúrufræðistofunnar. Það hófst árið 1992 og er samstarfsverkefni fjögurra stofnana sem eru auk náttúrufræðistofunnar, Líffræðistofnun Háskóla Íslands, Hólaskóli í Hjaltadal og Veiðimálastofnun. Ýmsa aðrar stofnanir og einstaklingar hafa einnig komið að verkefninu, á afmörkuðum fræðasviðum. Nú hefur gögnum verið safnað með samræmdum hætti úr um 80 vötnum sem eru dreifð um allt land. Frumúrvinnslu er að mestu lokið en eftir er töluverð vinna við fíngreiningar. Þá eru fjölmargir möguleikar á ýmiskonar samanburðarrannsóknum. Mikið af þeirri vinnu sem eftir er, hentar sem námsverkefni (bæði stór og smá) fyrir áhugasama líffræðinema.
Hér má finna lýsingu á verkefninu, bæði í stuttri skýrslu og myndrænt á veggspjaldi.
Niðurstöður verkefnisins hafa birst á margvíslegum vettvangi og er sá listi sífellt að lengjast. Birtar tímaritsgreinar má finna undir liðnum „útgefið efni“ hér að ofan. Sígildar frumniðurstöður hafa einnig verið birtar á veggspjöldum á ráðstefnum innanlands og utan og má finna fáein slík hér að neðan.
Líffræðileg fjölbreytni í fjöruvist íslenskra stöðuvatna
Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Þórólfur Antonsson, Guðni Guðbergsson, Skúli Skúlason og Sigurður S. Snorrason
Næringarefni í íslenskum stöðuvötnum
Hilmar J. Malmquist, Gunnar Steinn Jónsson, Sigurður S. Snorrason og Kristinn Einarsson
Samfélög rykmýs í íslenskum stöðuvötnum
Afmælisráðstefna Líffræðifélags Íslands og Líffræðistofnunar Háskólans 2004. Erlín E. Jóhannsdóttir og Þóra Hrafnsdóttir
Life History Traits of Arctic Charr and Environmental Factors: Local Variability and Latitudinal Gradients. Arctic Climate Impact Assessment: Fourth Arctic Council Ministerial Meeting 2004 Hilmar J. Malmquist.