Um stofuna

Saga stofunnar

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Náttúrufræðistofa Kópavogs var opnuð í desember 1983. Hlutverk Náttúrufræðistofunnar er að safna, varðveita og sýna náttúrugripi, standa að fræðslu og rannsóknum í náttúrufræðum og stuðla að náttúru- og umhverfisvernd. Árni Waag var ráðinn fyrsti forstöðumaður stofunnar og gegndi því starfi til ársins 1992 þegar Hilmar J. Malmquist tók við. Hilmar gegndi þeirri stöðu til 2014, en núverandi forstöðumaður er Finnur Ingimarsson.  bæjarfélagsins.

Kópavogsbær leggur áherslu á víðtækt samstarf við bæjarbúa, svið
og deildirbæjarins og lista-, fræði-og vísindamenn úr ólíkum áttum.

Stofnskrá og stefnur

Fyrir hverju stöndum við?

Stofnskráin er grunnur að söfnunar- og sýningarstefnu stofunnar, sem og starfsstefnu hennar, en Starfsemi Náttúrufræðistofu Kópavogs fer fram í samræmi við  siðareglur ICOM (International Council of Museum) eins og þær eru kynntar hjá Íslandsdeild ICOM.

Safnkostur

Fuglar, spendýr, fiskar, lindýr, liðdýr og jarðfræði

Náttúrufræðistofa Kópavogs býður upp á stærsta safn uppstoppaðra dýra á Íslandi. 

 

Rannsóknir

Ígrundað rannsóknarstarf

Eitt af aðalhlutverkum Náttúrufræðistofu Kópavogs er að stunda rannsóknir, ásamt því að safna náttúrufræðilegum gögnum, skrá þau og varðveita með vísindalegum hætti. Þetta kemur mörgum á óvart, enda er rannsóknarhluti starfseminnar ekki fyrir eins opnum tjöldum og sýningarstarfið.

Rannsóknir Náttúrufræðistofunnar beinast fyrst og fremst að lífríki í ferskvatni og þá aðallega í stöðuvötnum. Rannsóknaverkefnin eru orðin fjölmörg og er ýmist um að ræða verkefni sem stofan stendur ein að eða vinnur í samvinnu við innlenda og erlenda aðila.

Hér er að finna helstu skýrslur sem unnar hafa verið á vegum Náttúrufræðistofunnar og er skýrslunum skipt eftir verkefnaflokkum. Aðallega er um að ræða niðurstöður grunnrannsókna á stöðuvötnum.

Hér er einnig að finna ritrýndar tímaritsgreinar og bókakafla þar sem starfsmenn Náttúrufræðistofunnar eru meðal höfunda.  Margar þessarra greina er hægt að nálgast á hvar.is gegn um landsaðgang að rafrænum áskriftum, t.d. á Web of Science. Séu greinar ekki aðgengilegar á netinu má kanna hvort höfundar eiga gamaldags sérprent á pappír.

Listinn á skýrslum og tímaritsgreinum er ekki tæmandi.

Hér er einnig hægt að finna ársskýrslur Náttúrufræðistofunnar.

Fræðslustarf

Fræðsla og leiðsagnir

Fræðsla til handa almenningi og skólaæsku er eitt af aðalhlutverkum Náttúrufræðistofu Kópavogs og er skýrt kveðið á um það hlutverk í stofnskrá stofunnar. Fræðsluhlutverkinu er fyrst og fremst sinnt með sýningarhaldi á náttúrugripum í eigu stofunnar auk gripa sem fengnir hafa verið að láni. Grunnsýning safnsins er í allföstum skorðum en til viðbótar eru af og til settar upp litlar sérsýningar þar sem áhersla er lögð á afmörkuð viðfangsefni.

Starfsfólk

Framúrskarandi fræðifólk

Hjá Náttúrufræðistofu starfar öflugur hópur líffræðinga og jarðfræðinga.

Consent Management Platform by Real Cookie Banner