Heimsókn
Náttúrufræðistofa býður upp á leiðsagnir fyrir hópa eftir samkomulagi. Leiðsagnirnar eru í boði fyrir stóra og smærri hópa, þar á meðal leik-, grunn- og framhaldsskólanemendur, félagasamtök, vina- og starfsmannahópa og ferðamenn. Leiðsagnir eru hópnum að kostnaðarlausu á opnunartímum safnsins.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á safninu og komið til móts við einstaklinga og hópa fólks með sérþarfir.

Vinsamlegast bókið leiðsagnir með góðum fyrirvara á netfangið natkop@kopavogur.is

Strætóleiðir:
Leið 1: Hlemmur; Kópavogur; Garðabær; Fjörður; Vellir. Tímasetning á 15 mínutna fresti
Leið 2: Hlemmur; Kringlan; Hamraborg; Smáralind; Salahverfi. Tímasetning á 30 mínutna fresti
sjá hér

Lokað er dagana 1. janúar, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudagur, aðfangadag, jóladag og gamlársdag.