07. sep

Uggur | Nína Kristín Guðmundsdóttir

Verkið Uggur beinir ljósi að einspili mannsins á heimsvellinum og tvíhyggju þegar kemur að manninum og umhverfi hans, þ.e.a.s. maður á móti náttúru og öfugt. Það er í sjálfu sér tillaga að kerfi þar sem áhersla er lögð á mikilvægi hvers einasta hlekks í keðju. Í verkinu birtist lífvera: Mannháfur. Lífveran er samruni tveggja dýra, hún væri ekki til án annar hvors aðila og þannig talar hún um samhjálp.

Í verkinu er eitt goðsagnakenndasta dýr sem við þekkjum, tekið fyrir: Hvítháfur. Staða hvítháfa í dag er sú, að vegna ofveiði mannsins er tegundin í útrýmingarhættu. Þessi ofveiði er afleiðing þeirrar merkingar sem maðurinn hefur ljáð fisknum, þ.e. hann er ekki dýr sem þjónar tilgangi í vistkerfi sjávar heldur uggvænleg vera sem er réttdræp vegna ógurlegs eðlis síns; goðsögn.

Nú hafa vísindamenn nýlega kortlagt erfðaefni hvítháfa og komist að því að þeir geta gert við gallað erfðaefni í sjálfum sér, þannig eru þeir ónæmir fyrir aldurstengdum sjúkdómum. Í ljósi þess að dýrið getur nú nýst okkur og framþróun okkar tegundar, breytist merking þess og það verður tignarlegt og mikilvægt dýr sem ber að bjarga úr útrýmingarhættu. Uggur er þannig hugvekja um merkingarframleiðslu mannsins og hvernig sú merking sem við ljáum umhverfinu og öðrum dýrum – getur reynst afstæð.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

14
sep

14
sep

12
okt

23
okt

09
nóv

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner