02. ágú 12:15

Sumarleiðsögn um Heimkynni

Haförn, hagamús, hornsíli og hrafntinna

Skemmtilegar leiðsagnir um grunnsýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs á miðvikudögum kl. 12:15 í sumar. Leiðsagnirnar henta vel fyrir börn og fjölskyldur og eru á bilinu 15-30 mín. Að þeim loknum er hægt að spreyta sig á margvíslegum ratleikjum og þrautum sem hægt er að nálgast á Náttúrufræðistofu.

Júlía Kristín, sumarstarfsmaður á Náttúrufræðistofu og nemi í í jarðeðlisfræði við Háskóla Ísland sér um leiðsagnirnar. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Leiðsagnirnar eru sem hér segir:

12. júlí kl. 12:15
19. júlí kl. 12:15
26. júlí kl. 12:15
2. ágúst kl. 12:15
9. ágúst kl. 12:15
16. ágúst kl. 12:15

Sýningin Heimkynni er opin alla virka daga frá 8 – 18 og frá 11 – 17 á laugardögum. Náttúrufræðistofa Kópavogs er að Hamraborg 6a, á jarðhæð.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

22
des

23
des

08
jan

18
jan

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner