30. sep 13:00 – 15:00

Sjávarlífverur og sjávargróður

Grafíksmiðja fyrir alla fjölskylduna.

Grafíksmiðja innblásin af sjávarlífverum og sjávargróðri. Leiðbeinandi er Björk Viggósdóttir, myndlistarkona og myndlistarkennari.

Í smiðjunni skoðum við margvíslegar sjávarlífverur sem finna má á Náttúrufræðistofu Kópavogs og búum til okkar eigið listaverk.

Þá teikna þátttakendur mynd á pappír, rúlla grafíkliti á plexigler og leggja svo blaðið á litinn. Því næst teikna þau ofan í línurnar og skapa sitt eigið listaverk innblásið af sjávarlífverum og sjávargróðri. Þessi tækni kallast einþrykk og þátttakendur geta tekið listaverkin heim.

Smiðjan hentar sérstaklega vel börnum á grunnskólaaldri og fjölskyldum þeirra. Aðgangur er ókeypis.

Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

18
jan

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

22
des

23
des

08
jan

18
jan

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner