23. mar 13:00 – 15:00

Páskaeggjalitun með ÞYKJÓ

Náttúran málar egg í fjölbreyttum litum - jafnvel felulitum.

Við skoðum hvernig egg eru ólík að lögun, stærð og litum og málum svo okkar eigin egg úr leir, við og pappa. Smiðjan hentar börnum frá 3 ára aldri í fylgd með fullorðnum. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!

Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

ÞYKJÓ er þverfaglegt hönnunarverkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Hönnunarstarf ÞYKJÓ miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í frjálsum leik. Í hönnunarvinnu höfum við til hliðsjónar hvernig hægt er að örva snertiskyn með efnisvali og formfræði, hreyfiþroska og jafnvægisskyn. ÞYKJÓ stendur einnig fyrir fjölbreyttum listsmiðjum, innsetningum og viðburðum í samstarfi við söfn og menningarstofnanir.

Á meðal verkefna hópsins má nefna Hljóðhimna, upplifunarrými í Hörpu, húsgagnalínuna Kyrrðarrými, búningalínuna Ofurhetjur jarðar og þátttökuverkefnið Gullplatan – Sendum tónlist út í geim.

ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í tvígang, árið 2021 og 2022.



Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
nóv

04
des

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner