23. des 13:00

Jólastjarnan

Ert þú forvitið jólabarn?

Á Þorláksmessu mun Stjörnu Sævar bæði ræða og fræða um jólastjörnuna, tilvist hennar og þýðingu stjarna í kringum jólahátíðina. Þótt jólin séu oftast nefnd í trúarlegu samhengi eru þau ekki síður hátíð nátengd náttúrunni, stjörnunum og stöðu sólar. Á þessum dimmasta tíma árs er löng hefð fyrir því að fagna endurnýjun lífs og ljóss með endurkomu sólarinnar. Svo ef þú hefur áhuga á vísindum, sögu, jólunum og næturhimninum er þetta einmitt viðburður fyrir þig.

Viðburðurinn hentar vel fyrir börn og fjölskyldur frá 8 ára aldri. Öll velkomin og aðgangur er ókeypis!

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

22
jan

19
feb

19
mar

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner