27. nóv 12:15 – 13:00

Hver er framvinda jarðfræðirannsókna í Surtsey

Verið velkomin á fræðsluerindi í Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Að þessu sinni fræðir Birgir Vilhelm Óskarsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands okkur um þróun jarðfræðirannsókna í Surtsey, sem fagnaði 60 ára afmæli árið 2023.

Með nýjustu tækni, þar á meðal drónum og flugvélum, geta vísindamenn nú kortlagt eyjuna af mikilli nákvæmni. Með stuðningi eldri loftmynda er unnt að búa til hæðarlíkön og greina rof og setmyndun í eynni allt frá upphafi gossins. Þessi gögn dýpka skilning okkar á myndun og mótun eldfjallaeyja eins og Surtsey og á náttúruöflunum sem þar starfa, sem hjálpar til við að spá fyrir um framtíð eyjunnar. Fjöldi merkra uppgötvana hefur átt sér stað í Surtsey sem hafa komið vísindamönnum á óvart, og nýlega vakti fundur steingerðra fótspora í móberginu mikla athygli landsmanna, þar sem getgátur um eiganda sporanna fóru á flug. Þetta sýnir að Surtsey heldur áfram að koma okkur á óvart með nýjum og spennandi fundum.

Við bendum einnig á að um þessar mundir stendur yfir sýningin Óstöðugt land, hjá nágrönnum okkar í Gerðarsafni, sem er sýningarverkefni og listrannsókn Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur sem byggir á viðtölum við einstaklinga sem hafa ferðast til Surtseyjar.

Öll velkomin og ókeypis aðgangur!

Viðburðurinn er liður í Menningu á miðvikudögum sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

22
jan

19
feb

19
mar

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner