Hljómsveitin Tazmania hefur verið starfandi í um hálft ár en allar hafa þær þrjár sem skipa hljómsveitina unnið að listsköpun í langan tíma. Tvær þeirra eru aldar upp í Kópavogi. Þær Þuríður, Tinna og Salka eru menntaðar í leiklist en hreyfingin Reykjavíkurdætur leiddi þær saman. Þær komu fram á ljóðahátíð Kópavogsbæjar í janúar síðastliðnum þar sem þær röppuðu um konur sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Einnig lásu þær upp verðlaunaljóð hátíðarinnar.
Hamraborg 6a
200 Kópavogur
Skráðu þig til að fá fréttabréf um viðburði, fréttir og menningu í Kópavogi.
OPNUNARTÍMI
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 8-18
Opið laugardaga
kl. 11-17