Vatnalífríki á virkjanaslóð

Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur framkvæmt nokkrar rannsóknir í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, oftar en ekki í tengslum við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir. Þessar rannsóknir hafa ýmist verið unnar eingöngu af Náttúrufræðistofunni eða í samvinnu við aðrar rannsóknastofnanir s.s. Háskóla Íslands og Veiðimálastofnun, sem nú hefur sameinast Hafrannsóknarstofnun.

Á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs, Veiðimálastofnunar og Líffræðistofnunar Háskólans var að beiðni Náttúrufræðistofnunar Íslands ráðist í viðamiklar vatnalíffræðirannsóknir sumarið 2000 vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar. Könnuð voru áhrif fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar ásamt Laugarfellsveitu, Bessastaðaárveitu, Jökulsárveitu, Hafursárveitu og Hraunaveitum á vistfræði vatnakerfa.

Meginmarkmið rannsóknanna var að afla vistfræðilegra gagna um vatnalífríki í straum- og stöðuvötnum á vatnasviði Jökulsár á Dal og Lagarfljóts, lýsa helstu dýrasamfélugum og tengslum þeirra við umhverfið, leggja mat á verndargildi einstakra vatnavistkerfa og meta áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á vatnalífríki.

Rannsóknirnar náðu til 25 straumvatna, fjögurra stöðuvatna og sex tjarna frá Brúaröræfum í vestri til Hrauna í austri og frá Vatnajökli í sjó fram í Héraðsflóa. Í rannsóknunum var áhersla lögð á athuganir á fiski og smádýralífi, efnafræði vatns og nokkra vatnafræðilegra þátta.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

04
des

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner