Sumarleiðsögn um Brot úr ævi jarðar

Verið velkomin á leiðsögn um grunnsýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs, Brot úr ævi jarðar. Sýningin veitir innsýn í sögu plánetunnar okkar, þróun lífsins og lífvera við umhverfið og hvert annað. Tilvalið fyrir litla forvitna rannsakendur til fræðast um náttúruna. Öll velkomin!

Sumarleiðsögn um Brot um ævi jarðar

Verið velkomin á leiðsögn um grunnsýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs, Brot úr ævi jarðar. Sýningin veitir innsýn í sögu plánetunnar okkar, þróun lífsins og lífvera við umhverfið og hvert annað. Tilvalið fyrir litla forvitna rannsakendur til að fræðast um náttúruna. Öll velkomin!

Sumarleiðsögn

Verið velkomin á leiðsögn um grunnsýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs, Brot úr ævi jarðar. Sýningin veitir innsýn í sögu plánetunnar okkar, þróun lífsins og lífvera við umhverfið og hvert annað. Tilvalið fyrir litla forvitna rannsakendur um náttúruna! Öll velkomin!

Opnunarhátíð í miðstöð menningar og vísinda

Blásið verður til glæsilegrar hátíðar í nýrri miðstöð menningar og vísinda, laugardaginn 11. maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Ný vegleg grunnsýning Náttúrufræðistofa Kópavogs, Brot úr ævi Jarðar, verður opnuð og ný og endurbætt barnadeild Bókasafns Kópavogs lítur dagsins ljós. Hátíðin hefst laust fyrir klukkan 13 með lúðraþyt og sveiflu og hátíðarávarpi Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra en dagskráin […]

Málað með mold á Barnamenningarhátíð

Á útisvæði menningarhúsanna verður boðið upp á skemmtilega smiðju á Barnamenningarhátíð þar sem börn og fjölskyldur geta málað saman málverk með mold. Leiðbeinandi í smiðjunni er Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Smiðjan er liður í Barnamenningarháíð í Kópavogi sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Fjölskyldujóga á Barnamenningarhátíð

Fjölskyldujógaviðburður á útisvæði menningarhúsanna. Ungum sem öldnum gefst gott tækifæri til að koma saman á heilbrigðan og skemmtilegan hátt. Við höfum kærleikann og gleðina að leiðarljósi og gerum okkar besta í að anda djúpt, gera jógaæfingar, teygja á, fara í leiki, gera hugleiðslu og slaka vel á í lokin. Inga Margrét og Arnbjörg leiða stundina. […]

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Brúðuleikhús, kórpartý, krakkajóga og lúðrastuð. Verið hjartanlega velkomin á Barnamenningarhátíð í Kópavogi, laugardaginn 27. apríl. Við erum komandi kynslóðirFjörug tónlistardagskrá í Salnum 12:00 – 12:40Krakkakór Kársness, Stórikór Kársness og Skólakór KársnessStjórnandi: Álfheiður Björgvinsdóttir 13:00 – 13:25Skólahljómsveit Kópavogs ásamt Sölku Sól (á útisvæði)Stjórnandi: Össur Geirsson 13:30 – 13:50Barnakór og Skólakór SmáraskólaStjórnand: Ásta Magnúsdóttir 14:00 – 14:25Kór […]

Hvað er mold?

Hvað er er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Viðfangsefni þessa hádegisfyrirlestrar er í anda komandi birtu og sumars þar sem Ólafur Arnalds, líffræðingur mun fjalla um mold en Ólafur er einn fremsti vísindamaður landsins á […]

Hvað er loftmengun?

Hvað er er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Hér mun Birgir Urbancic Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, fjalla um loftmengun og rýna í muninn á loftgæðum og loftslagi. Um hvaða efni er að ræða og hvað […]

Hvað er náttúruvársérfræðingur?

Hvað er er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Hér verður starf náttúruvársérfræðingsins í brennidepli. Hvað er eiginlega náttúruvársérfræðingar og hvað gera þau? Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni ætlar að fjalla um hvað felist í […]

Hvað er grænþvottur?

Hvað er er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Hér verður fyrirbærið grænþvottur og birtingarmyndir hans skoðaðar út frá ýmsum sjónarhornum ásamt Birgittu Stefánsdóttur, umhverfisfræðingi hjá Umhverfisstofnun sem ætlar að svara því hvað grænþvottur sé […]