06. Apr 13:00 - 15:00

Fuglaskoðun í Kópavogsdal

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Andapollurinn
Fræðumst um náttúruna í nærumhverfinu.

Í tilefni af komu lóunnar, vorboðans okkar ljúfa, býður Náttúrufræðistofa Kópavogs upp á fuglaskoðun í Kópavogsdal.

Leiðsögnin byrjar við andapollinn, vestast í Kópavogsdalnum en þar tekur. Sölvi Rúnar Vignisson, fuglafræðingur, á móti áhugasömum náttúruskoðurum á öllum aldri og segir frá þeim fuglum sem þar ber fyrir sjónir.

—–
Á þessum tíma árs leggja fuglar, sem eiga vetursetu á öðrum slóðum, leið sína til Íslands til að ala afkvæmi sín og dvelja sumarlangt.

Meira en helmingur þeirra 80 tegunda sem verpa á Íslandi eru farfuglar. Þeir koma að vori og fara að hausti. Staðfuglar eru svo þeir sem halda kyrru fyrir og þreyja veturinn á Íslandi en telur sá hópur 34 tegundir

Frábært tækifæri fyrir forvitna að koma og fræðast um náttúruna í nærumhverfinu!

Komið klædd eftir veðri og með sjónauka ef þið hafið tök á.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Share this event

YOU MIGHT BE INTERESTED IN

Consent Management Platform by Real Cookie Banner