Safnanótt
Glæsileg dagskrá verður á Safnanótt með þátttöku ótal listamanna. Ókeypis er á alla viðburði og sýningar. Verið hjartanlega velkomin.
Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti
Gunnar Hersveinn, heimspekingur, flytur erindi.
Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, flytur erindi.
Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti
Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri flytur erindi.
Aðventuhátíð í Kópavogi
Ljós jólatrés Kópavogs verða tendruð klukkan 16:00.
Þetta er ungt og leikur sér
Tvær sérsýningar standa um þessar mundir yfir í anddyri Náttúrufræðistofu og bókasafns; annars vegar sýning á Íslandskorti Björns Gunnlaugssonar og jarðfræðikorti Þorvaldar Thoroddsens og hins vegar sýningin “Þetta er ungt og leikur sér”. Íslandskort Björns Gunnlaugssonar var gefið út 1844 (1848) og þótti mikið vísindalegt afrek, en með því fékkst í fyrsta sinn haldbær uppdráttur […]
Náttúran heim í stofu
Blaðinu hefur bókstaflega verið snúið við á sérsýningunni Náttúran heim í stofu! Sýningin var sett var upp í gluggum anddyris Náttúrufræðistofunnar í tilefni Safnanætur og í stað þess að vísa inn í gestalaust rýmið, snýr sýningin nú út að göngustígnum meðfram safnahúsinu. Á sýningunni er þess freistað að ná ófullkominni yfirsýn yfir innlendar og erlendar fræðslu- og náttúrulífskvikmyndir, -seríur og […]
Sælir kælir – Erum við öll fífl?
Umhverfisvæn list og bættar lífsvenjur Listatvíeykið FRÆ opna sýningu í Sæli Kæli á Náttúrufræðistofu Kópavogs á 17. júní kl. 13:00! Sýningin varpar ljósi á neysluvenjur á hefðbundnum heimilum og því rusli sem því fylgir. Það er ótrúlegt magn plasts og pappírs sem safnast upp en ótrúlegra er hvað hægt er að gera úr því. Ekkert er […]
Uggur | Nína Kristín Guðmundsdóttir
Verkið Uggur beinir ljósi að einspili mannsins á heimsvellinum og tvíhyggju þegar kemur að manninum og umhverfi hans, þ.e.a.s. maður á móti náttúru og öfugt. Það er í sjálfu sér tillaga að kerfi þar sem áhersla er lögð á mikilvægi hvers einasta hlekks í keðju. Í verkinu birtist lífvera: Mannháfur. Lífveran er samruni tveggja dýra, hún væri […]
Leggjum línurnar
Snemmárs 2021 hlaut Náttúrufræðistofa Kópavogs styrk úr Loftslagssjóði fyrir loftslagsverkefni sitt, Leggjum línurnar. Verkefnið er ætlað 10. bekkingum og nú á haustönn tóku um 400 nemendur í sjö grunnskólum í Kópavogi þátt í því undir stjórn kennara sinna, verkefnastjóra Náttúrufræðistofu og Sævars Helga Bragasonar, vísindamiðlara. Sýningin Leggjum línurnar hefur að geyma afrakstur vinnu allra þátttakenda, […]
Mismunandi mállýskur skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu.
Komið hefur í ljós að skógarþrestir hafa svæðisbundnar mállýskur og syngja þannig mismunandi lög á mismunandi svæðum. Hægt er að heyra um 20 mismunandi mállýskur skógarþrasta víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Skógarþrestirnir hafa þannig sín eigin hverfi og póstnúmer í borginni með einkennandi söng í hverju hverfi. Inni í borginni okkar er því að finna aðra borg; […]
Fjörupollar og furðudýr
Kolasmiðja fyrir alla fjölskylduna.