23. Feb 11:00 - 15:00

Vetrarfrí í Kópavogi

Bókasafn Kópavogs | Gerðarsafn | Náttúrufræðistofa Kópavogs

Fjölbreytt dagskrá í vetrarfríi grunnskólanna - öll velkomin.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á Bókasafni Kópavogs (aðalsafni og Lindasafni), Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu í vetrarfríi grunnskóla Kópavogs, dagana 23. og 24. febrúar. Smiðjur, kvikmyndasýningar og ókeypis á sýningar. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Fimmtudagur 23. febrúar 

11:00 – 12:45 á Bókasafni Kópavogs – aðalsafni
Teiknimyndin Áfram (Onward) verður á stóra tjaldinu í fjölnotasalnum á fyrstu hæð fyrir bíóþyrsta gesti.

13:00 – 15:00 á Bókasafni Kópavogs – aðalsafni
Spilavinir mæta á aðalsafn með æsispennandi borðspil fyrir krakka á öllum aldri.

13:00-15:00 á Lindasafni
Armbandasmiðja þar sem sköpunargleðin ræður ríkjum.

13:00 – 15:00 á Gerðarsafni
Grímugerðarsmiðja með Auði Ómarsdóttur og Kristínu Karólínu Helgadóttur.

Föstudagur 24. febrúar 

11:00-13:00 á Bókasafni Kópavogs – aðalsafni
Litrík perlusmiðja -Perlaðu allt það sem hugurinn girnist! 

Ókeypis er á sýninguna Tracing Fragments (Að rekja brot) í Gerðarsafni fyrir fullorðnaí fylgd með börnum.

Á Náttúrufræðistofu er hægt að skoða heiminn í gegnum innsetningu ÞYKJÓ, Sjónarspil, og kynnast fjölbreyttum dýrum og lífverum á grunnsýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Share this event

YOU MIGHT BE INTERESTED IN

18
Jan

See more

Bókasafn Kópavogs

18
Jan

See more

Consent Management Platform by Real Cookie Banner