Heimurinn stendur frammi fyrir orkuskiptum þar sem á allra næstu árum þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvæna og endurnýjanlega orkugjafa. Fáar þjóðir hafa jafn góða möguleika og íslendingar á að klára orkuskiptin áður en gefinn gálgafrestur rennur út, enda er meirihluti húsnæðis nú þegar kynntur með jarðvarma og rafmagnsframleiðsla fer að langmestu leyti fram með virkjun endurnýjanlegra orkugjafa.
Eftir standa hins vegar orkuskipti í samgöngum og flutningum, þar sem jarðefnaeldsneyti er enn ráðandi orkugjafi. Þetta kallar á nýja forgangsröðun, uppbyggingu innviða og endurnýjun vélbúnaðar ásamt skýrri stefnumörkun og eftirfylgni til að markmiðum verði náð innan gefins tímaramma.
Til að ræða þetta stóra mál höfum við fengið til liðs við okkur sérfrótt fólk á sviði orkuvinnslu, umhverfisverndar og heimspeki, enda snertir viðfangsefnið flest svið tilveru okkar sem og komandi kynslóða. Í fyrirlestraröð á vormisseri 2023 mun Náttúrufræðistofan bjóða uppá röð fyrirlestra sem fjalla um orkuskiptin frá mismunandi sjónarhornum í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum.
Menning á miðvikudögum eru styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Gunnar Hersveinn er kunnur fyrir skrif sín um lífsgildi og samfélagsleg málefni. Hann er heimspekingur og hefur starfað við kennslu og blaðamennsku. Hann hefur stundað ritstörf í áratugi skrifað töluvert um jafnrétti, umhverfisvernd og friðarmenningu. Hann hefur fengið viðurkenningar fyrir skrif sín eða að „hafa náð að setja umtalsvert mark áhérlenda þjóðfélagsumræðu“.
Hann gaf árið 2010 út bókina um Þjóðgildin, þau gildi sem fulltrúar þjóðarinnar völdu á Þjóðfundinum 2009 í kjölfar efnahagshrunsins.
Bækurnar Gæfuspor – gildin í lífinu, Orðspor – gildin í samfélaginu, Heillaspor – gildin okkar eru vel þekktar og einnig er hann meðhöfundur bókarinnar Hugskot – skamm-fram- og víðsýni.
Gunnar Hersveinn unir sér best úti í náttúrunni en þegar hann er ekki við skrif er hann helst að finna í göngu á hálendinu,hjarta landsins, eða að þeysast um fjöll og firnindi á reiðhjóli.
Gunnar Hersveinn er kunnur fyrir skrif sín um lífsgildi og samfélagsleg málefni. Hann er heimspekingur og hefur starfað við kennslu og blaðamennsku. Hann hefur stundað ritstörf í áratugi skrifað töluvert um jafnrétti, umhverfisvernd og friðarmenningu. Hann hefur fengið viðurkenningar fyrir skrif sín eða að „hafa náð að setja umtalsvert mark áhérlenda þjóðfélagsumræðu“.
Hann gaf árið 2010 út bókina um Þjóðgildin, þau gildi sem fulltrúar þjóðarinnar völdu á Þjóðfundinum 2009 í kjölfar efnahagshrunsins.
Bækurnar Gæfuspor – gildin í lífinu, Orðspor – gildin í samfélaginu, Heillaspor – gildin okkar eru vel þekktar og einnig er hann meðhöfundur bókarinnar Hugskot – skamm-fram- og víðsýni.
Gunnar Hersveinn unir sér best úti í náttúrunni en þegar hann er ekki við skrif er hann helst að finna í göngu á hálendinu,hjarta landsins, eða að þeysast um fjöll og firnindi á reiðhjóli.