15. Feb 12:15 - 13:00

Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Fjölnotasalur
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, flytur erindi.

Heimurinn stendur frammi fyrir orkuskiptum þar sem á allra næstu árum þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvæna og endurnýjanlega orkugjafa. Fáar þjóðir hafa jafn góða möguleika og íslendingar á að klára orkuskiptin áður en gefinn gálgafrestur rennur út, enda er meirihluti húsnæðis nú þegar kynntur með jarðvarma og rafmagnsframleiðsla fer að langmestu leyti fram með virkjun endurnýjanlegra orkugjafa.

Eftir standa hins vegar orkuskipti í samgöngum og flutningum, þar sem jarðefnaeldsneyti er enn ráðandi orkugjafi. Þetta kallar á nýja forgangsröðun, uppbyggingu innviða og endurnýjun vélbúnaðar ásamt skýrri stefnumörkun og eftirfylgni til að markmiðum verði náð innan gefins tímaramma.

Til að ræða þetta stóra mál höfum við fengið til liðs við okkur sérfrótt fólk á sviði orkuvinnslu, umhverfisverndar og heimspeki, enda snertir viðfangsefnið flest svið tilveru okkar sem og komandi kynslóða. Í fyrirlestraröð á vormisseri 2023 mun Náttúrufræðistofan bjóða uppá röð fyrirlestra sem fjalla um orkuskiptin frá mismunandi sjónarhornum í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum.

Menning á miðvikudögum eru styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Auður Önnu Magnúsdóttir er með doktorspróf í lífefnafræði frá Stokkhólmsháskóla/Karolinska Institut og hefur stundað rannsóknir á því sviði. Hún starfaði áður sem deildarforseti Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, sem deildarstjóri hjá Orf Líftækni og hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Auður hefur setið í framkvæmdastjórn hjá Orf Líftækni og hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Samtaka kvenna í vísindum. Hún hefur sinnt umhverfismálum frá unglingsárum.

Share this event

22
Dec

See more

YOU MIGHT BE INTERESTED IN

22
Dec

23
Dec

08
Jan

18
Jan

See more

Náttúrufræðistofa Kópavogs

22
Dec

23
Dec

08
Jan

18
Jan

See more

Consent Management Platform by Real Cookie Banner