12. Oct 13:00

Náttúruleiðsögn | Fléttufræðsla í Borgarholtinu

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Veist þú hvað Brókarhverfa, Skyrsnurða, Þarmakarpa, Ryðkarta eða Landfræðiflikra eru? Hvort sem svarið er já eða nei, ættirðu að skella þér í fléttufræðslu Náttúrufræðistofu Kópavogs laugardaginn 12. október kl. 13. 

Fléttur eru merkilegar verur og draga nafn sitt af samlífi svepps og  þörungs (sem er gerð af plöntur). Þeirra líf er samofið og gerir þeim kleift að lifa á ólífvænlegustu stöðum jarðar. Af hverju ætli það sé?

Leiðsögnin hefst inni en síðan verður haldið út í göngu um holtið fyrir utan Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem margar fléttur lifa þar góðu lífi.  Vistfræðingurinn Jóhannes Bjarki Urbancic leiðir gönguna og fræðir okkur um þessar mögnuðu verur. Að henni lokinni geta gestir teiknað sína eigin fléttur og jafnvel gefið þeim einhver skemmtileg nöfn.

Þetta er tilvalin fjölskyldustund og ung og aldin hjartanlega velkomin.

Munið að koma klædd eftir veðri.

Viðburðurinn er liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem styrkt er af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Share this event

YOU MIGHT BE INTERESTED IN

04
Dec

See more

Náttúrufræðistofa Kópavogs

04
Dec

See more

Consent Management Platform by Real Cookie Banner